Fréttablaðið - 15.09.2015, Page 25
CRÉATIVE TECHNOLOGIE
Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu-
hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur.
Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.
KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN
citroen.is
• 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3
Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI
CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil
VERÐ FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK
VERÐ FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
Körfubolti Mótastjórn Körfuknatt-
leikssambands Íslands, KKÍ, staðfesti
í gær að aðeins sjö lið myndu taka
þátt í Dominos-deild kvenna í vetur.
Eftir að KR óskaði eftir því að
lið sitt yrði fært niður um deild var
liðum Breiðabliks og Njarðvíkur
boðið sæti KR án árangurs. Mun ekk-
ert lið falla að móti loknu.
Það vakti óneitanlega athygli þegar
KR ákvað að óska þess að vera fært
niður um deild en fimm ár eru síðan
liðið varð síðast Íslandsmeistari.
Guðrún Kristmundsdóttir, formað-
ur körfuknattleiksdeildar KR, segir að
málið eigi sér eðlilega skýringu. .
„Við vorum með mjög fáskipað
lið og mikið af ungum stelpum sem
hefðu illa þolað álagið af því að spila
í Dominos-deildinni. Fyrir vikið
tókum við ákvörðun um að hlúa
betur að ungu stelpunum og reyna
að vinna okkur upp. Markmiðið er
að vinna í ungviðinu, byggja upp og
komast aftur upp í efstu deild í fram-
tíðinni,“ segir Guðrún, sem sagði það
engum gott að vera sífellt að tapa.
„Það er erfitt, þær eru ungar og
vantar reynslu. Þetta er þétt leikjadag-
skrá og þetta var bara að okkar mati
of mikið fyrir þessar stúlkur á meðan
þær eru að fullorðnast. Við teljum að
þetta sé besta ákvörðunin fyrir KR.“
Boðið kom of seint
Stefán Þór Borgþórsson, mótastjóri
KKÍ, tók undir að málið liti illa út
þegar tvö lið neituðu að taka sæti í
deild þeirra bestu.
„Þetta gerðist fyrir þremur árum
að lið óskaði eftir því að færa sig um
deild og þá samþykkti annað lið að
taka sæti hins. Ég held að þetta boð
hafi bara komið of seint. Leikmanna-
markaðnum er eiginlega lokað og lið-
unum sem voru boðin sætin voru að
undirbúa sig fyrir það að spila í fyrstu
deild.“
Mikill gæðamunur er á milli 1.
deildar og Dominos-deildarinnar en
það er ekki algengt að ná í erlendan
leikmann hjá liðum í fyrstu deild.
„Þú vilt ekki í sterkustu deildina
ef þú ert með mannskap sem á
ekkert erindi í hana, þá stendurðu
kannski verr að vígi eftir eitt ár. Það
er miklu dýrara að vera samkeppnis-
hæfur í efstu deild, þú þarft erlendan
atvinnumann og það er ekki í mynd-
inni hjá liðum í 1. deildinni.“
Krafa um samkeppnishæft lið
„Það var rætt um að stækka deildina
á síðasta ársþingi og það er vilji hjá
félögunum að komast í efstu deild,“
sagði Stefán sem sagði samkeppnis-
hæft lið vera lykilatriði.
„Það þarf að vera með samkeppnis-
hæft lið. Þessi ákvörðun er tekin með
langtímahagsmuni í huga því þetta
hefði verið erfitt, það er mikill getu-
munur milli deilda.“
Tindastóll tók svipaða ákvörðun
á dögunum þegar félagið ákvað að
leggja niður meistaraflokk kvenna
og skrá lið í unglingaflokki til þess að
hlúa betur að ungum kjarna liðsins.
„Það er ekki hægt að fela sig í körfu-
bolta og þú þarft að hafa líkamlegan
og andlegan styrk. Það er andlega
erfitt að tapa mörgum leikjum. Það
gerist oft að ungir leikmenn sem
lenda í miklum erfiðleikum ákveði
að hætta vegna þess.“
Aukin skuldbinding hjá félögunum
Stefán tók undir að málið liti illa út
en hann sagði að áhuginn á körfu-
bolta væri að aukast úti um land
allt.
„Það er komin meiri alvara í
fleiri félög og þar af leiðandi er
erfiðara að vera með. Um leið og
samkeppnin eykst innan vallar eykst
skuldbinding félaganna. Það er ekki
hægt lengur að vera bara með góða
leikmenn, þú þarft góðan þjálfara,“
sagði Stefán sem sagði þjálfaramálin
allt önnur.
„Áður fyrr voru þjálfarar í
kvennaflokki oft bara leikmenn úr
karlaflokki en núna eru þjálfarar sem
einblína á körfuknattleik kvenna,“
sagði Stefán en fyrir ári var farið af
stað með utandeild í kvennaflokki.
„Ég held að það hafi aldrei verið
fleiri lið á Íslandi sem hafa boðið upp
á kvennakörfubolta frá 6 ára aldri og
upp úr sem er jákvætt. Við erum ekki
að upplifa neikvæða tíma þótt það sé
auðvitað neikvætt að vera ekki með
fulla deild, eigum við ekki að kalla
þetta vaxtarverki?“ sagði Stefán
léttur. kristinnpall@365.is
Bara góðir leikmenn dugar ekki lengur
Aðeins sjö lið keppa í Dominos-deild kvenna í vetur og fellur ekkert lið að mótinu loknu. Eftir að KR dró lið sitt úr keppni höfnuðu tvö
lið sæti í deild þeirra bestu. Mótastjóri segir þetta áhrif þess að með aukinni samkeppni hafi fagmennska aukist í deildinni.
KR varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki árið 2010 en félagið leikur ekki í efstu deild í vetur. Fréttablaðið/Vilhelm
S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 21Þ r i ð J u D A G u r 1 5 . S e p t e m b e r 2 0 1 5
3
0
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
8
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
3
2
-A
2
D
0
1
7
3
2
-A
1
9
4
1
7
3
2
-A
0
5
8
1
7
3
2
-9
F
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
4
9
2
0
1
5
C
M
Y
K