Fréttablaðið - 15.09.2015, Page 30

Fréttablaðið - 15.09.2015, Page 30
Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: f ibut@ f ibut . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2015 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi 2015 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga eru 14. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Hægt er að leggja fram bækur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 til 14. október nk. www.f ibut . is Íslensku bókmenntaverðlaunin TónlisT Verk eftir Mozart, schumann og Jórunni Viðar Fimmtudagur 10. september. Flutningur: Sinfóníuhljómsveit Íslands Stjórnandi: Cornelius Meister Einleikari: Arngunnur Árnadóttir Rétt eins og Hafnfirðingabrandarar þá er til fullt af klarinettubröndurum. Hér er einn: Hver er munurinn á klarinettu og lauk? Svar: Enginn grætur þegar þú skerð klarinettuna niður í litla bita. Annar: Hvað kallarðu hóp klarinettu- leikara í heitum potti? Grænmetissúpu. Sá þriðji: Hverju kastarðu til drukknandi klarinettuleikara? Klarinettutöskunni. Ég veit ekki af hverju klarinettu- leikarar eru svo forsmáðir að fólki er ráðlagt að bjarga þeim EKKI ef þeir eru að drukkna. Ég veit bara að ég myndi henda mér út í ef Arngunn- ur Árnadóttir klarinettuleikari væri í slíkum aðstæðum. Ekki nema til að fá að heyra hana spila Mozart aftur. Ein- leikur hennar með Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem hún spilaði konsertinn í A-dúr var með því fegursta sem ég hef lengi heyrt. Það var eitthvað ótrúlega ferskt við túlkunina. Hægi kaflinn var hrífandi einlægur, unaðslega mjúkur og dreym- andi. Hröðu kaflarnir voru sömuleiðis fumlausir, óheftir og leikandi léttir. Hljómsveitin spilaði líka af aðdáunar- verðri fagmennsku undir öruggri stjórn Cornelius Meister. Hljómsveitarleikur- inn var notalega blátt áfram og tækni- lega nákvæmur. Þetta var dásamlegur flutningur. Tvö önnur verk voru á dagskránni. Annað var stutt og nefndist Eldur eftir Jórunni Viðar. Tónlistin skartaði grípandi laglínum en virkaði nokkuð sundurlaus. Enda var hún samin sem balletttónlist, átti greinilega að falla að tiltekinni atburðarás. Það væri gaman að heyra Eld og sjá dansinn við hann. Tónlistin hefur verið leikin áður á tónleikum, en dansinn hefur vantað. Án hans er verkið aðeins skugginn af sjálfu sér. Meira var varið í Vorsinfóníu Schu- manns. Þetta er fyrsta sinfónía tón- skáldsins, kölluð svo vegna þess hve glaðleg hún er. Schumann þjáðist af geðhvarfasýki. Þegar hann var í maníu samdi hann og samdi, stundum á undraskömmum tíma. Árið 1841 var hamingjuríkur tími í lífi hans og hann skutlaði sinfóníunni á blað á fjórum dögum. Hljómsveitin lék prýðilega undir stjórn Meisters, túlk- unin var full af ákefð. Strengirnir voru breiðir og safaríkir, blásararnir pottþéttir. Heildarmyndin var kraft- mikil og litrík, akkúrat eins og verkið átti að hljóma. Maður hálfpartinn dansaði út í náttmyrkrið á eftir. Jónas Sen niðursTaða: Frábær Mozart þar sem Arngunnur Árnadóttir fór á kost um. Schumann kom líka vel út. Fumlaust, óheft, leikandi létt Fyrir þrjátíu árum var opnuð á Kjarvals-stöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 mynd- listarkonur þátt í sýningunni. Síðastliðinn laugardag var svo opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýningarstjóri Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar er Anna Jóa, myndlistarmaður og listfræð- ingur, og hún segir að hún hafi nú aðeins verið unglingur á fyrsta ári í menntaskóla þarna fyrir þrjátíu árum en hafi engu að síður verið fengin til að stýra sýningunni í ár. „Þetta byggir á þessari hugmynd að kalla aftur saman þennan hóp og tilefnið er ákveðið kvenna- samhengi. Á sínum tíma var það Listahátíð kvenna sem var haldin vegna loka kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna en í dag er til- efnið 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þetta var hópur 28 kvenna sem sýndu árið 1985 og þær eru þarna allar nema ein, eru 27 í dag en tvær eru reyndar látnar og við sýnum verk eftir þær. Þetta er flottur hópur af lista- mönnum og þær hafa allar verið virkar á listasviðinu í þessi þrjátíu ár og ég bað þær um að vera með nýleg verk. Sumar hafa reyndar verið virkar á öðrum sviðum en myndlist- inni, eins og t.d. Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmynda- hönnuður, en þær eru þarna báðar með ný verk. Annars eru þetta virkar mynd- listarkonur sem hafa verið mis- sýnilegar hin síðari ár en þó eru langflestar mjög þekktar og virkar. En þetta eru ólíkir listamenn sem vinna með ólíka miðla þannig að það var krefjandi að setja saman sýninguna sem er þó fjölbreytt og skemmtileg fyrir vikið.“ Anna segir að verkin geti í raun ekki talist einhver sérstök kvenna- verk. „Þetta eru ekki verk sem fjalla eitthvað sérstaklega um jafnréttis- baráttuna eða konur, það eru þó nokkur verk sem tengjast konum með sérstökum hætti en meirihlut- inn er um allt mögulegt eins og var fyrir þrjátíu árum. Þá var hugmynd- in að sýna hvað konur væru að fást við í myndlist hér og nú og þetta er sama pælingin núna. Kvenna- samhengið kemur meira fram í titli sýningarinnar þar sem vísað er í kvennatíma á þessum þrjátíu árum sem eru liðin. Einn þáttur sýningar- innar er að við erum með skissur og annað grúsk sem sýna sköpunar- ferlið og þannig gefum við aðeins tilfinningu fyrir tímanum. Ég tók líka viðtöl við þessar konur sem segja okkur sitthvað um stöðu kvenna í myndlist og hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum. Þetta eru mikilvæg viðhorf kvenna sem hafa lifað á þessum tíma í þrjá- tíu ár.“ Aðspurð hvort þörf hafi verið fyrir sérstaka kvennasýningu á borð við þessa segir Anna Jóa að hún sé óneitanlega enn til staðar. „Eflaust er þörfin ekki jafn mikil og hún var þá, sem sést vel á því ef maður lítur til kvenna í myndlist af eldri kyn- slóðinni og stöðu þeirra í mynd- listarheiminum. Það sýnir svo ekki verður um villst að það veitir ekki af sérstökum sýningum þar sem þeirra framlag er gert sýnilegra en ella. Auðvitað hefur listheimurinn breyst en maður sér til að mynda á Listasögunni sem var gefin út árið 2011 hvað hlutur kvenna hefur verið rýr í samanburði við karlana. Öll umfjöllun og útgáfa er konum mjög í óhag og erfiðara fyrir konu að ná í gegn. Eins er þetta varðandi markaðinn; þá er það einfald- lega staðreynd að verkin eru síður metin og að það er borgað minna fyrir verk eftir konu. Þetta segja þær allar sem hafa verið í þessu lengi óháð því hversu þekktar þær eru og þannig er þetta bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Þann- ig að þörfin fyrir að taka á þessum málum er svo sannarlega til staðar þó svo heilmikið hafi áunnist.“ Anna Jóa segir að eftirfylgni sé líka mikilvægur þáttur í þessu ferli og að næsta föstudag verði hún með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöð- um í hádeginu. „Svo verður líka málþing í tengslum við þessa sýningu 14. nóvember og þá gefst tækifæri til þess að fara yfir stöðuna og ræða þetta kvenár vítt og breitt. Það hafa verið ýmsar sýningar í gangi sem þessu tengjast og það er mikilvægt að vinna úr því og skoða hverju þetta hefur skilað.“ magnus@frettabladid.is Konur hér og nú í 30 ár Fyrir 30 árum var opnuð á Kjarvalsstöðum sýningin Hér og nú. Sýningin var hluti af Listahátíð kvenna árið 1985 og tóku 28 myndlistarkonur þátt í henni. Síðastliðinn laugardag var opnuð, einnig á Kjarvalsstöðum, sýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar. Sýnendur á Kvenna- tími – Hér og nú þrjá- tíu árum síðar Arngunnur Ýr Gylfadóttir, Ásdís Sigurþórsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Björg Þorsteinsdóttir, Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Elín Magnúsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Hansína Jensdóttir, Harpa Björnsdóttir, Hulda Hákon, Ína Salóme Hallgrímsdóttir, Íris Elfa Friðriksdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Ragna St. Ingadóttir, Rósa Gísladóttir, Sigrún Harðardóttir, Sóley Eiríksdóttir, Valdís Óskarsdóttir, Valgerður Hauksdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Þórunn Sig- ríður Þorgrímsdóttir Anna Jóa sýningarstjóri á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Fréttablaðið/GVA ÖLL umFjÖLLun og útgáFa er Konum mjÖg í óHag og erFiðara Fyrir Konu að ná í gegn. einS er þetta varðandi marKað- inn; þá er það einFaLdLega Staðreynd að verKin eru Síður metin og að það er borgað minna Fyrir verK eFtir Konu. ★★★★★ 1 5 . s e p T e M b e r 2 0 1 5 Þ r i ð J u D a G u r26 M e n n i n G ∙ F r É T T a b l a ð i ðMenning 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 3 0 -F A 3 0 1 7 3 0 -F 8 F 4 1 7 3 0 -F 7 B 8 1 7 3 0 -F 6 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 4 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.