Fréttablaðið - 15.09.2015, Side 36

Fréttablaðið - 15.09.2015, Side 36
Tryllingurinn baksviðs Tískuvikan í New York stendur nú sem hæst. Diane Von Fursten­ berg er iðulega litrík og með þeim hressari, og ekki brást henni bogalistin í þetta skiptið. Fjörið er þó ekki bundið við tískupallana eina, því iðulega er mikið um dýrðir baksviðs þar sem nafn­ togaðir mæta, til að sýna sig og sjá aðra. Leikkonan Malin Akerman og ljós- myndarinn Katie Laas Ellis voru býsna ánægðar með sig að tjaldabaki. Aðalnúmerið, Diane von Fursten- berg, naut sín í hvívetna. Fjölmiðlamógúllinn Diane Sawyer lét sig ekki vanta hjá nöfnu sinni. Kanónurnar Karlie Kloss, Gigi Hadid og Irina Shayk gengu fyrir Diane á sýningunni. Þær þykja með þeim allra flottustu á pöllunum um þessar mundir. Nicky Hilton mætti og skartaði þessari stórfínu óléttukúlu. Kyle Jenner sýndi hönnun Diane Von Furstenberg, og var augljóslega í essinu sínu, hvort sem var á pöllunum eða á bak við. Í dag verður fyrsti fundur vetrarins hjá Ungum athafnakonum. Þar verður kynnt dagskrá fyrir komandi misseri ásamt því að Halla Tómas- dóttir, einn af stofnendum Auðar Capital, heldur fyrirlesturinn „Invest like a girl“ en hún hefur flutt erindið víða við góðar undirtektir. Fyrir ári var stofnfundur Ungra athafna- kvenna haldinn og þar var meðal annars kosið í stjórn en í ár eru þær að leita að nýjum stjórnar- meðlimi. „Dagskráin fyrir veturinn er með svipuðu sniði og seinasta ár nema mun metnaðarfyllri og með skýrari stefnu. Við erum með fleiri viðburði enda búnar að vera að undirbúa dagskrána í allt sumar. Við erum með nokkur vandamál sem við höfum viljað einblína á. Við höfum verið með fyrirlestra um samningatækni með áherslu á launamál en hugarfar í þeim málum er eitthvað sem við viljum breyta,“ segir Lilja Gylfadóttir, formaður samtakanna. Búist er við að yfir 100 manns mæti í kvöld en viðburðurinn er opinn öllum ungum konum sem vilja kynnast störfum UAK og hlusta á fyrir- lestur Höllu. Dagskrá vetrarins hefst strax eftir tvær vikur með áhugaverðum pallborðsumræðum. „Við höldum þær í samvinnu við VÍB þar sem við fáum nokkrar konur sem hafa gert það gott í íslensku atvinnulífi. Þær ætla til dæmis að segja frá hindrunum sem þær hafa orðið fyrir, hvað þær þurftu að gera til þess að stíga yfir þær og hvort það sé eitthvað búið að breytast í dag,“ segir Lilja Gylfadóttir, formaður Ungra athafna- kvenna. Hægt er að sækja um stöðu í stjórn UAK í gegnum ungarathafnakonur@gmail.com. Ungar athafnakonur með skýra stefnu fyrir veturinn Ungar athafnakonur Leik-og söngkonan Victoria Justice bar af baksviðs, en hún þykir hafa hitt naglann á höfuðið íklædd þessum fallega samfestingi, en megininntak sýningarinnar var einmitt sjöundi áratugur síðustu aldar. 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r32 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I ÐLífið 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 3 2 -2 2 7 0 1 7 3 2 -2 1 3 4 1 7 3 2 -1 F F 8 1 7 3 2 -1 E B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 4 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.