Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2014, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.2014, Blaðsíða 12
12 Vélbúnaður frá Ásafli ehf. Aðalvél: Doosan 4V222TIM 880 hö Gír: ZF 665V Skrúfubúnaður Skrúfuhnífur Helac snúningsliður Dælubúnaður Vélbúnaður frá Aflhlutum ehf. Broadcrown rafstöð TRAC Bógskrúfa TRAC Skutskrúfa Stýrisbúnaður Stýri: KN vélsmiðja Stýrisbúnaður: Ásafl ehf Öryggisbúnaður Björgunarbúnaður: Viking Sjálfvirkur sleppibúnaður: KN vélsmiðja Siglingatæki Frá Sónar ehf.: JRC JLN-652BB Doppler Current Straummælir JRC JLR-21 GPS kompás SAILOR 6215 VHF talstöð SAILOR 6150 Mini-C tæki með neyðarhnapp Raymarine C125 fjölnota plotter Raymarine RD418D radar Em-Trak High Power Class-B AIS Iris myndavélakerfi Pos´N´Hook AIS staðsetningarsendar fyrir línubaujur AIRMAR vindhraðanemi og GPS Neovo tölvuskjáir Sónar útvarps/MP3/Mic headphonekerfi fyrir menn á dekki Naval TV/FM loftnet Frá Brimrún ehf.: Maxsea Timezero siglingarforrit Furuno dýptarmælar Navitron sjálfstýring Sónar ehf. hafði yfirumsjón með uppsetningu tækja um borð. Veiðiútbúnaður Línuspil, uppstokkari, beitningavél og rekkar: Mustad Færaspil: Stálorka ehf. Vökvakerfi: Danfoss hf. Ísvél og forkælir: Kæling ehf Blóðgunarbúnaður: 3X Stál Löndunarkrani: TMP frá Ásafli Tæknilýsing Einhamarsbátanna son, framkvæmdastjóri báta- smiðjunnar Trefja í Hafnarfirði. Bátarnir eru algjörlega hlið- stæðir, 15 metrar að lengd, búnir 880 hestafla aðalvél. Þeir eru útbúnir til línuveiða með beitningavél, rekkakerfi og línuspili sem er frá Mustad í Noregi. Vökvadrifnar hliðar- skrúfur eru að framan og aftan, tengdar sjálfstýringu. Blóðgun- ar- og kælikerfi er frá 3xStál á Ísafirði, ísvél og forkælir frá Kæl- ingu ehf. Rými er fyrir allt að 41stk 460 lítra kör í lest. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. Í bátnunum er upphituð stakka- geymsla. Stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunarað- stöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofni, ísskáp og upp- þvottavél. Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og að- búnaður um borð fyrir áhöfn er í takt við það. Högni segir að með tilkomu reglugerðarbreytinga á stærð- armörkum í krókaaflamarks- kerfinu úr 15 í 30 tonn að há- marki hafi opnast möguleiki fyr- ir útgerðir eins og Einhamar Seafood til að smíða stærri og öflugri báta. „Það eru margir að fylgjast með og horfa til þessara báta en ég hef ekki síð- ur trú á að þeir séu áhugaverð- ur valkostur fyrir útgerðir minni togbáta í stærra kerfinu. Þetta eru öflug veiðitæki og ráða auðveldlega við þann afla sem mörg minni togskipin eru með á ársgrundvelli. Að mínu mati er margt sem mælir með því fyrir togbátaútgerðir að skipta yfir í þessa báta því reynsla þeirra sannar gæðin,“ segir Högni Mikil breyting fyrir áhöfnina Haraldur Björn Björnsson er skipstjóri á Gísla Súrssyni GK og Haukur Einarsson skipstjóri á Auði Vésteins SU. Haraldur Björn sagðist í samtali við Ægi eftir fyrstu túrana að sér lítist mjög vel á bátinn. „Við verðum sex í áhöfn til að byrja með og sjáum hvernig það kemur út. Það er mikill munur í allri aðstöðu um borð, bæði vinnuaðstöðunni og lúk- ar. Það er mikill tækjabúnaður um borð og eðlilega er margt sem þarf að slípast í byrjun. En þetta er gott sjóskip og góður vinnustaður,“ segir Haraldur Björn sem segir aflann hafa ver- ið sveiflukenndan að undan- förnu á slóðinni fyrir austan land. „Það virðist vera mikið æti sem skýrir sveiflurnar í veiðun- um,“ segir hann. Blóðgunar- og krapakerfi frá 3xStál á Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.