Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2014, Page 12

Ægir - 01.07.2014, Page 12
12 Vélbúnaður frá Ásafli ehf. Aðalvél: Doosan 4V222TIM 880 hö Gír: ZF 665V Skrúfubúnaður Skrúfuhnífur Helac snúningsliður Dælubúnaður Vélbúnaður frá Aflhlutum ehf. Broadcrown rafstöð TRAC Bógskrúfa TRAC Skutskrúfa Stýrisbúnaður Stýri: KN vélsmiðja Stýrisbúnaður: Ásafl ehf Öryggisbúnaður Björgunarbúnaður: Viking Sjálfvirkur sleppibúnaður: KN vélsmiðja Siglingatæki Frá Sónar ehf.: JRC JLN-652BB Doppler Current Straummælir JRC JLR-21 GPS kompás SAILOR 6215 VHF talstöð SAILOR 6150 Mini-C tæki með neyðarhnapp Raymarine C125 fjölnota plotter Raymarine RD418D radar Em-Trak High Power Class-B AIS Iris myndavélakerfi Pos´N´Hook AIS staðsetningarsendar fyrir línubaujur AIRMAR vindhraðanemi og GPS Neovo tölvuskjáir Sónar útvarps/MP3/Mic headphonekerfi fyrir menn á dekki Naval TV/FM loftnet Frá Brimrún ehf.: Maxsea Timezero siglingarforrit Furuno dýptarmælar Navitron sjálfstýring Sónar ehf. hafði yfirumsjón með uppsetningu tækja um borð. Veiðiútbúnaður Línuspil, uppstokkari, beitningavél og rekkar: Mustad Færaspil: Stálorka ehf. Vökvakerfi: Danfoss hf. Ísvél og forkælir: Kæling ehf Blóðgunarbúnaður: 3X Stál Löndunarkrani: TMP frá Ásafli Tæknilýsing Einhamarsbátanna son, framkvæmdastjóri báta- smiðjunnar Trefja í Hafnarfirði. Bátarnir eru algjörlega hlið- stæðir, 15 metrar að lengd, búnir 880 hestafla aðalvél. Þeir eru útbúnir til línuveiða með beitningavél, rekkakerfi og línuspili sem er frá Mustad í Noregi. Vökvadrifnar hliðar- skrúfur eru að framan og aftan, tengdar sjálfstýringu. Blóðgun- ar- og kælikerfi er frá 3xStál á Ísafirði, ísvél og forkælir frá Kæl- ingu ehf. Rými er fyrir allt að 41stk 460 lítra kör í lest. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. Í bátnunum er upphituð stakka- geymsla. Stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunarað- stöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofni, ísskáp og upp- þvottavél. Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og að- búnaður um borð fyrir áhöfn er í takt við það. Högni segir að með tilkomu reglugerðarbreytinga á stærð- armörkum í krókaaflamarks- kerfinu úr 15 í 30 tonn að há- marki hafi opnast möguleiki fyr- ir útgerðir eins og Einhamar Seafood til að smíða stærri og öflugri báta. „Það eru margir að fylgjast með og horfa til þessara báta en ég hef ekki síð- ur trú á að þeir séu áhugaverð- ur valkostur fyrir útgerðir minni togbáta í stærra kerfinu. Þetta eru öflug veiðitæki og ráða auðveldlega við þann afla sem mörg minni togskipin eru með á ársgrundvelli. Að mínu mati er margt sem mælir með því fyrir togbátaútgerðir að skipta yfir í þessa báta því reynsla þeirra sannar gæðin,“ segir Högni Mikil breyting fyrir áhöfnina Haraldur Björn Björnsson er skipstjóri á Gísla Súrssyni GK og Haukur Einarsson skipstjóri á Auði Vésteins SU. Haraldur Björn sagðist í samtali við Ægi eftir fyrstu túrana að sér lítist mjög vel á bátinn. „Við verðum sex í áhöfn til að byrja með og sjáum hvernig það kemur út. Það er mikill munur í allri aðstöðu um borð, bæði vinnuaðstöðunni og lúk- ar. Það er mikill tækjabúnaður um borð og eðlilega er margt sem þarf að slípast í byrjun. En þetta er gott sjóskip og góður vinnustaður,“ segir Haraldur Björn sem segir aflann hafa ver- ið sveiflukenndan að undan- förnu á slóðinni fyrir austan land. „Það virðist vera mikið æti sem skýrir sveiflurnar í veiðun- um,“ segir hann. Blóðgunar- og krapakerfi frá 3xStál á Ísafirði.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.