Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2014, Síða 22

Ægir - 01.07.2014, Síða 22
22 Þann 17. ágúst síðastliðinn lagðist Lagarfoss, nýtt gáma- flutningaskip Eimskipafélags- ins, að bryggju í Reykjavík eftir tæplega tveggja mánaða sigl- ingu frá Kína þar sem skipið var smíðað. Lagarfoss er sjöunda skipið sem sem Eimskipafélagið fær með þessu nafni og ber 875 gámaeiningar. Skipið mun sigla milli Íslands, Færeyja, Bret- lands, Þýskalands og Hollands. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skipafélagsins segir að með nýja skipinu komi félagið til með að hafa aukna burði í þjónustu við viðskiptavini. „Þessi fjárfesting undirstrikar þá áherslu sem Eimskip leggur á flutninga á milli Íslands, Fær- eyja, Bretlands og norðanverðr- ar Evrópu. Nýja skipið er sér- hæft og vel útbúið fyrir aðstæð- ur á Norður-Atlantshafi og mun styrkja þjónustu við viðskipta- vini okkar. Lagarfoss er stærra og hraðskreiðara skip en Selfoss og mun því auka áreiðanleika þjónustunnar, auk þess sem nýja skipið er hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna. Gula leiðin er viðkvæm fyrir töf- um vegna farmsins sem þar er fluttur, en við flytjum í viku hverri ferskan fisk til afhend- ingar á fiskmörkuðum, auk þess sem aukning er á áframflutn- ingi á ferskum fiski með bílum í Evrópu og með flugi til Banda- ríkjanna og Kína,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafé- lagsins. Sjöundi Lagarfossinn til Eimskips: Ber tæp- lega 900 gámaein- ingar F lu tn in g a sk ip

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.