Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2014, Síða 28

Ægir - 01.07.2014, Síða 28
28 Fiskistofa úthlutaði nú um mánaðamótin aflamarki til skipaflotans á nýju fiskveiðiári sem hófst 1. september. Alls fá 578 skip úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs 2014/2015. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til frádráttar fyrir jöfn- unaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 376.026 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 378.828 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað í þorskíg- ildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Breyting á milli fisk- veiðiára er því ekki mikil þegar upp er staðið. Úthlutun í þorski stendur nánast í stað, þ.e. hún eykst um 600 tonn og nemur rúmlega 171.800 tonnum. Ýsukvótinn dregst enn saman, þ.e. úr 30 þúsund tonnum í fyrra í rúm 24 þúsund tonn í ár. Nokkur aukning er í úthlutun á ufsa, skötusel, grálúðu og skarkola. Nokkur samdráttur er í gullkarfa og keilu. Þá bendir Fiskistofa einnig á að humarkvótinn dregst saman um 10%. Rækjuúthlutanir á ný Fiskistofa vekur í samantekt sinni athygli á að síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og ekki er óalgengt að aukið sé við aflamark í uppsjávarfiski. Þess vegna á heildaraflamark einstakra skipa og hafna og innbyrðishlutfall þeirra eftir að breytast í kjölfar slíkra úthlutana þegar líður á fiskveiðiárið. Nú er á nýjan leik úthlutað kvóta í úthafsrækju, alls tæpum 4.700 tonnum og í fyrsta sinn er úthlutað kvóta í rækju við Snæfellsnes, um 560 tonnum. Til rækju við Snæfellsnes telst rækja í Breiðafirði sunnanverðum, í Kolluál og Jökuldýpi. Töluvert minna magni er úthlutað nú í upphafi árs sem skel- og rækjubótum en í fyrra eða um 1.775 þorskígildistonnum og fara þau til 42 skipa samanborið við 120 skip á fyrra ári. Fækkun í öllum útgerðarflokkum Smábátar með aflamark og krókaaflamark sem fá úthlutað afla- marki eru töluvert færri í ár en á fyrra ári eða 393 samanborið við 441 áður. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 24 milli ára og eru nú 258. Athygli vekur að togurum fækkar um 5 og eru nú 50. Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað tæpum 200 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá tæp 190 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 46 þúsund tonn. Fiskistofa vekur ennfremur athygli á að krókaaflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít. Fimmtíu stærstu með 86% Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og er það álíka og í fyrra. Alls fá 459 fyrir- tæki eða lögaðilar úthlutað nú eða um 30 aðilum færra en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta úthlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 10,7% af heildinni, næst kemur Samherji með 6% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár og sömu fyrirtæki eru meðal 10 kvótahæstu, að því undanskildu að í ár er Síldarvinnslan í 10. sæti á kostnað Hraðfrystihússins Gunnvarar. K v ótin n 2 0 1 4 -2 0 1 5 Vestmannaeyjar eru nú í þriðja sæti yfir þær hafnir þar sem mestur kvóti er vistaður á skip og báta. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson Veiðiheimildir á nýju fiskveiðiári

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.