Alþýðublaðið - 02.12.1919, Side 2

Alþýðublaðið - 02.12.1919, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ hirzla þjóðhöfðingjans og sveina hans. Önnur höft á hinni frjálsu verzl- un voru t. d. þau, að ríkið tæki alla verzlun í sínar hendur og annaðhvort ræki hana sjálft eða seldi félögum eða einstökum mönn- um verzlunina í hendur og gerði sér verzlunina þannig að tekju- lind. Þetta horfði áður öðruvísi við, en nú. Þá voru þess konar ráð- stafanir beinn skaði fyrir neytind- urna, vegna þess, að tæki ríkið féð, var minst af því notað til almennings þarfa, heldur til þess, að halda kong og þar til heyrandi, sem venjulegast er, eða að minsta kosti var nógu dýrt, en ekki að sama skapi gagnlegt fyrir þroska og vellíðan almennings. Ef að ein- stakir menn fengu gróðann, voru það aftur á móti þeir, sem neyt- andinn þurfti að ala. Annars var það ótítt, að verzlunin væri seld á leigu, nema þar sem kúgarar beittu því gegn undirokuðum þjóðum, eins og t. d. Danir gegn íslendingum. í*etta var kallað einokun. Eú er það vitanlegt, að því fé, sem nú íer í landssjóðinn, er varið til almennings þarfa, eða að minsta kosti ætti að vera það. Gegnir þá ekki alt öðru máli um verzlun, sem rekin er af ríkinu, með þeim tilgangi, í fyrsta lagi að útvega neytendum góðar og ódýrar vörur, og í öðru lagi að verja þeim gróða, sem þar af kynni að hljótast, til almenningsheilla, heldur en um einokun. Sjá ekki allir góðir og skynsamir menn, að hér er um tvent gersamlega ólíkt að ráða? Með þessu ætti einokurnarhjalið að vera hrakið. En hvernig stendur á því, að stjórnmálaritstjóri Mbl. skuli leyfa þeim, sem greinina um »frjálsa verzlun" ritaði, að fara með slíkar lokleysur! Ekki getur hann þó haft sömu skoðunina sjálfur. Sem prófessor í lögum hlýtur hann að hafa miklu meiri þekkingu í þjóð- félagsfræði en svo. Við orðin „frjáls verzlun" virð- ist eigi verða skilið annað, en að engin höft eða bönd séu lögð á verzlunina, ekkert sem verði þess valdandi, að varan verði dýrari fyrir bragðið. Með öðrum orðum, sem fæstir milliliðir og sem minst- ur kostnaður komi á vöruna, frá því hún fer úr höndum framleið- enda og þangað til hún kemst í hendur neytenda. Nú er að athuga, hvort þessu er svo varið hjá oss, og skal þá fyrst athuga verzlunina með út- lendu vöruna. Því er svo varið með oss ís- lendinga, að við verðum að hafa skifti við útlönd, verðum að vera upp á útlendinga komnir með ýmsar vörutegundir. Því skyldi maður halda, að vér reyndum að gera það á sem hagkvæmastan hátt, reyndum að hafa sem fæsta og ódýrasta miililiði, í fáum orð- um, reyndum að fá vöruna sem ódýrasta. Fyrir stríðið varð þetta venjulega á þann hátt, að kaup- menn sjálfir skiftu við verksmiðj- urnar eða að þeir skiftu við þær gegnum umboðsmenn þeirra hér- lendis eða utanlands. í hvorugu tilfellinu lagðist meiri milliliða- kostnaður en umboðsmannslaunin, 2—4% -j- álagningu kaupmanns- ins. Hún mun að vísu oft hafa verið nokkuð mikil, en sjaldan mun hún hafa farið fram úr 50— 100%. Nú munu þess varla dæmi, að kaupmaður (þ. e. smásali) skifti beint við útlenda verksmiðju; um- boðsmennirnir hafa gleypt öll sam- böndin. í sjálfu sér væri ekkert við því að segja, ef þeir misbeittu ekki stöðu sinni sem umboðs- menn og væru heildsalar um leið. (Frh.). Ormar. Yísir. — Dómsðagur. í Vísi 30. nóv. stendur athuga- semdalaust fregn um það, að sólin mundi sundrast og allir jarð- hnettir eyðast 17. þ. m. Fregnin er höfð eftir einhverjum amerísk- um blöðum og sagt, að „spek- ingarnir" segi þetta. Ummæli þessi eru þannig löguð, að stór furða er á því, að jafn- víðlesið blað og Vísir er sagður, skuli leyfa sér að flytja þau at- hugasemdalaust. Eða trúir rit- stjórinn þessu? Áreiðanlega ekki. Hví flytur hann þá þessa fregn, sem hann getur búist við, að ýmsir fákunnandi lesendur blaðs- ins glæpist á og trúi. Slíkt heflr áður hent, og það ekki fyrir mörg- um árum, að fréttir um heims- endi hafa truflað auðtrúa sálir og gert þær því nær sturlaðar. Sem betur fer eru prédikanir ýmissa trúarflokka um heimsendi á ákveðnum degi búnar að bregð- ast svo oft, að flestum er farið an standa á sama um heimsendis- þvaðrið. Og vafalaust eiga um- mælin, sem Vísir flytur, rót sína að rekja til einhverra slíkra trúar- flokka eða rangra útreikninga, eða bara til vanalegs skrums ame- rískra blaða. En eins og áður er sagt, trúa ýmsir þessum sögum, hvað oft sem þær reynast vitleysa ein, og þess vegna er ekki rétt af blaði, sem útbreitt er meðal almennings, að segja frá fregnum um heimsendi sem bláberum sann- leika. I. Nýjar kröfur. Pjóðverjar í vanda. Er úti um friðinn? Kaupmannahöfu 30. nóv. Frá Berlín er símað, að banda- menn krefjist þess, að Þjóðverjar láti af hendi 400 þús. smál. af ýmis- konar hafnartækjum og efni, sem skaðabætur fyrir skipin, sem sökt var í Scapaflóa. Hið opinbera mál- gagn, „Deutsche Allgemeine Zeit- ung“, fullyrðir, að þýzka stjórnin, hafi neitað að skrifa undir auka- gerðabókina, en þar er þess enn fremur krafist, að Frökkum skuli heimilt að fara með her um Þýzka- land. Telur stjórnin slíkar kröfur með öllu óréttmætar og fjárhags- lega tortíming. Vill þýzka stjórnin leggja mál þessi undir úrskurð gerðardómstólsins í Haag og krefst þess, að herfangar verði sendir heim. Öll þýzku blöðin, nema „Frei- heit“, eru með afbrigðum stærilát og vilja með engu móti láta sér skiljast hlutskifti hinna sigruðu. Frönsku blöðin eru óð og upp væg og krefjast þess, að Þjóðverj,- um verði þröngvað til að ganga að skilmálunum með hervaldi, eða hverjum meðölum öðrum, sem unt er að beita, t. d. með því að neita þeim um hráefni og matvörur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.