Húnavaka - 01.05.1993, Page 14
12
HUNAVAKA
sneri aftur heim. Þegar ég kom inn í eldhús spyr amma: „Mundir
þú eftir að þakka fyrir þig, góði minn?“ „Nei, ég þakkaði ekki fyrir
mig,“ svaraði ég. Oðara sigu biýrnar á þeirri gömlu. „Hvers vegna
gerðirðu það ekki?“ sagði hún með miklum þunga. „Mér var ekki
boðiö inn,“ ansaði ég hinn roggnasti.
Viðhafnarföt málsins
Það er ánægjulegt að minnast þess tíma er ég var í barnaskóla.
Við höfðum afbragðs kennara, Sigurð Guðmundsson frá Engihlíð,
sem hafði afskaplega gott lag á sínum nemendum. Eg held að það
sé honum að þakka, sem ég þykist hafa orðið var við, hversu flestir
nemendur lians hafa orðið ljóðelskt fólk. Hann lagði mikla áherslu
á að láta krakkana læra ljóð og útskýra þau, enda var hann skáld-
mæltur vel. Eg held að þau vandræði sem ljóðmál eiga við að etja í
dag stafí af því að skólarnir sinna Jdví ekki að skýra út fyrir nemend-
um sínum að ljóðagerð, það er stuðlar og höfuðstafír, séu viðhafn-
arföt málsins. Þetta fólk sem læst vera að gera ljóð núna eða kallar
yrkingar sínar ljóð, þó þær séu bara prósi, notar þessa aðferð af því
Jiaö kann ekki Jiann galdur sem raunveruleg ljóðagerð er. Það er
verið að ota þessu að manni á fölsknm forsendum. Þetta getur ver-
ið skáldskapur út af fyrir sig og hann býsna góður en ljóð eru það
ekki.
Það er ólíku saman að jafna, Jdví sem þá gekk og gerðist í skóla-
málum, við Jiaö sem er í dag. Þá var auðvitað farskóli eins og venj-
an var í sveitum og kennt mánuð í einu á hverjum stað þar sem
húsakostur var hentugastur á skólasvæðinu. A vorin vorn haldin
próf og Jdó var presturinn, Gnnnar Arnason á Æsustöðum, alltaf
prófdómari. Hann var afskaplega sérstæður persónuleiki og góður
kennimaður. I kirkju, af stólnum, sagði hann yfirleitt einhverja þá
hluti sem fékk fólk til að hugsa eftirá. Þá var ekki til þetta sem ver-
ið er að tala um núna í sambandi við skólamálin að krakkarnir eða
nnglingarnir sem verið er að kenna fái leið á náminu - námsleiða
- vilji ekki læra af því þeim finnist Jaað leiðinlegt. Eg hygg að það sé
ekki ofsagt að nemendur Sigurðar Guðmundssonar hlökkuðu til
hvers kennslutíma þá fáu mánuði sem Jaeir fengu kennslu yfir vet-
urinn. Námi lauk fermingarárið og þá var gengið til spurninga til