Húnavaka - 01.05.1993, Page 46
44
HÚNAVAKA
Þegar í land kom var aflanum skipt í hluti og reynt að hafa fisk-
ana sem jafnasta. Þegar búið var að skipta aflanum snéri einn sér
undan en annar benti á einn hlutinn og spurði: - Hver skal þar?
Hinn svaraði: Pétur (eða eitthvert annað nafn á bátsverjum). Þá
benti sá fyrri á næstu hrúgu og hélt áfram þar til búið var að skipta
öllum aflanum. Fyrir lánið á bátnum fékk eigandi hans einn hlut.
Ævinlega var reynt að nýta sem mest af fiskinum. Lifur og hausar
var oft soðið nýtt og þótti góður matur. Þó voru ýsuhausar aldrei
borðaðir. Þorskhausar voru líka oft hertir og þóttu góðir. Sérstök
list var að rífa þá rétt og nöfn voru á einstöku vöðvum í hausnum
(sjá orðabók Sigfúsar Blöndals).
Kútmagarnir (maginn) voru verkaðir vel, fylltir af lifur og rúg-
mjöli og soðnir nýir en þóttu ekki öllum góður matur. Fiskurinn
var borðaður nýr, siginn eða saltaður. Þegar fiskurinn var saltaður
var hann flattur (dálkskorinn) og saltaður niður í tunnu eða bút-
ungssaltaður (heill) smærri fiskur. Stundum var fiskurinn hertur.
Þá var hann ráskorinn (flattur) þannig að kviðurinn var heill og
þræddur beint upp á rána. Síðan þurrkaður og borðaður sem
harðfiskur.
Ysa, steinbítur og lúða voru borðuð ný eða sigin, þ.e. hengd upp
úti og borðuð eftir nokkra daga.
Það var óskaplega spennandi að vera á færum. Renna, taka
grunnmálið, keipa, fínna nartað í beituna og kippa snöggt í færið
þegar bitið var á. Síðan að draga fiskinn hægum, jöfnum tökum svo
fiskurinn losi sig síður af önglinum. Fyrir kom líka að færin flækt-
nst saman og einn dró annars færi upp. Oftast var þá fiskur á öðru
færinu. Sá sem var fisklaus bölvaði þá þeirn sem dró upp og flýtti
sér að renna aftur þegar búið var að greiða úr flækjunni. Þegar fisk-
ur tregðaðist var reynt að kippa, þá var bátnum róið á annað mið,
annaðhvort dýpkað á sér eða grynnkað. Því réði að sjálfsögðu for-
maðurinn. Hann réði líka hvenær færin voru dregin upp og hald-
ið til lands. Ef versnaði mikið í sjóinn og báturinn orðinn hlaðinn,
þá var stundum seilað. Til þess voru sérstakar nálar oft úr hval-
beini. A enda þeirra var auga og í það var þrædd alllöng lína, það
var seilin. Síðan var nálinni stungið undir kverk fisksins og út í
gegnum kjaftinn eða augað, sem þótti öruggara, svo fiskurinn færi
ekki af seilinni. Oftast voru settir 10-15 fiskar á hverja seil.
Síðan var hægt að slaka seilinni í sjóinn ef létta þurfti bátinn í