Húnavaka - 01.05.1993, Page 47
HUNAVAKA
45
brimlendingu. Þá var hnýtt löng lína í seilarnar og þær síðan
dregnar að landi þegar búið var að lenda bátnum. Engar færarúll-
ur eða neitt slíkt var á borðstokknum heldur lá færið í smárifu (eða
lægð) sem myndast hafði í borðstokkinn við að keipa með færið sí-
fellt á sama stað í lunningunni. Sumir höfðu sérstaka trú á að þess-
ar rifur væru misjafnlega fisknar og var lieldur ekki sama í hvaða
rúmi þeir voru við fískidráttinn. Þegar báturinn var lentur þurfti að
setja hann. Þá voru hlunnarnir teknir. Best var að þeir væru hvalrif
en stundum voru notaðar hentugar spýtur úr harðviði, oftast úr
eik. Þegar báturinn var lentur og ókyrrt var í sjóinn þurfti stundum
að hafa stjakarhald á meðan fiskinum var kastað upp.
Þá settist einn skipverji á öftustu þóftu með tvær árar, sína í
hvorri hendi, og hélt bátnum réttum með því að styðja árunum í
botn sitt hvoru megin við bátinn. Þegar báturinn var kominn á
þurrt var neglan tekin svo sjórinn rynni úr honum. Króknum á
spilstrengnum var síðan krækt í járnlykkju fremst í stefni bátsins.
Bátnum var því næst lyft upp á fyrsta hlunninn. Síðan gengu flestir
á spilið nema einn eða tveir sem studdu bátinn. Spilið var haft efst
í fjörunni við sjávarbakkann. Því var snúið hring eftir hring. Við
hvern hring, sem spilásinn vatt vírinn upp á sig, þokaðist báturinn
lengra upp og nálgaðist sátrið þar sem hann átti að standa milli sjó-
ferða. Einn af bátsverjum sá um hlunnana, tók þá sem losnuðu fyr-
ir aftan bátinn, flutti þá fram fýrir og setti undir kjölinn jafnóðum
og báturinn þokaðist áfram því slæmt var að missa hann út af
hlunnunum og niður í sandinn.
Þegar ég réri frá Bakka á árum seinni heimstyrjaldarinnar bjuggu
þar hjónin, Páll Tómasson og María Olafsdóttir. Þau áttu sex börn
sem ég kynntist allvel því þau réru oft með okkur, eitt eða tvö til
skiptis, en Páll var oftast formaður sjálfur. Hann var alltaf glaður og
kátur og hafði gaman af að hvetja okkur strákana til að taka á eins
og við mögulega gátum, bæði í áflogum og \ið róður. Hann sagði
að við gætum alltaf tekið á þar til blóð sprytti undan nöglunum.
Þau hjón voru fátæk, eins og flestir á þeim árum, en komust allvel
af með sinn stóra barnahóp. Ævinlega var gott að koma að Bakka
því þar ríkti hin sanna íslenska gestrisni.