Húnavaka - 01.05.1993, Side 69
HUNAVAKA
67
En ekki var það nú erindið að þessu sinni. Sagði hann mér þær
válegu frétdr að við ættum meri sem nú væri í þann veg að fremja
sjálfsmorð í mja skurðinum við Tungunesafleggjarann. Hún væri
þar nánast á kafi í leirdrullu og vatni, orðin köld og nú yrði að hafa
hröð handtök ef hún ætti að tóra.
Eg starði á granna minn, stuttan og snaggaralegan náunga, með
hlæjandi augu og svip mikilmennisins. Hann var afar vígalegur út-
lits á þessari stundu, klæddur duggarapeysu, niðurbrettum stígvél-
um, með undarlega húfu á höfðinu, sem ég giskaði á að væri
upprúlluð lambhúshetta.
Mér féllust hendur og sagði honum að bóndinn væri sloppinn af
bæ. Eg vissi sem var að þótt við pabbi værum öll af vilja gerð þá
næðum við merarskömminni ekki upp, hjálparlaust.
— Þetta er ekkert mál, sagði nágranninn úr norðri, ég kippi
henni bara upp með gröfunni minni.
—Já, þakka þér fyrir , sagði ég og tvísteig á gólfinu.
— Eg ætla að hringja í nágrannann í suðri og fá hann líka, hann
á líka jeppa og kerru, sagði ég og hugsaði hlýlega til bóndans í
suðri, sem minnir mest á Gretti sterka í útliti og burðum.
— Það þarf ekkert, sagði nágranninn í norðri og ég sá á svipnum
á honum að ég pirraði hann. (Sama vesenið í þessum kerlingum
alltafl)
En ég lét mig ekki. Eg vissi af fenginni reynslu að þeir félagar eru
góðir sitt í hvoru lagi en frábærir saman.
—Jæja, sagði norðangranninn, ég legg af stað á gröfunni minni,
þú getur þá komið með Tröllinu á eftir. Hafðu svo til kalk,
penísillín og allt það sem gæti hresst merina eftir að við komum
með hana heim.
Eg játti og þar með sá ég á eftir honum burt.
Nú varð að hafa hraðar hendur. Eg hringdi í nágrannann í suðri
sem fúslega vildi lána sjálfan sig, jeppa og kerru. Þá var að huga að
lyfjunum. Þau voru að sjálfsögðu ekki til svo að ég fékk vin minn,
skólabílstjórann sem var staddur hjá okkur, til að fara á næsta bæ
og fá allt það sem til væri af lyfjum hjá vinkonu minni í barnavernd-
arnefndinni.
Eftir þetta flýttum við pabbi okkur í lopapeysur, ullarsokka og
vinnuvettlinga - tilbúin í slaginn. Miðað við útlit nágranna rníns í
norðri vildi ég einnig sýnast ábyrgur bóndi (þó að ég sé án krana)