Húnavaka - 01.05.1993, Page 70
68
HUNAVAKA
og kórónaði útbúnaðinn með skyggnishúfu. Pabbi horfði skringi-
lega á mig á meðan hann dró prjónakolluna yfir skallann.
Við feðginin örkuðum því næst ofan á veg og það stóð heima -
nágranni minn í suðri kom í sömu andrá ásamt vöskum húskarli
sínum.
— Við verðum að drífa okkur, sagði suðurgranninn, ég þarf að
mæta í messu á eftir.
Eg þóttist ekkert heyra, þess fullviss að blessunin hún séra Stína
hlyti að skilja mikilvægi þess að bjarga lífi Skjónu gömlu. Eg var
búin að komast að því að þetta mundi vera skjótt meri, forn nokk-
uð og eign tengdaföður míns, sú eina sem hann á af þessu tagi. A
þessari stundu fannst mér því líf og heilsa Skjónu mikilvægara
flestu öðru.
Granninn í norðri var langt kominn brunandi á leynivopninu
sínu, traktorsgröfunni. Við tókum fram úr honum og flýttum okk-
ur á leiðarenda.
Sjónin sem við okkur blasti var vægast sagt óglæsileg. Þarna var
Skjóna gamla á kaíi í djúpum skurðgröfuskurði, hálfpartinn á hlið,
svo að öðru hvoru fór hausinn á henni á kaf í vatnið. Það var eins
og hún ætlaði að fremja sjálfsmorð en hætti jafnharðan við það.
Hún var kirfilega skorðuð og gat ekkert hreyft nema hausinn.
Nú fóru hjólin að snúast. Nágranni minn í suðri stökk ofan í
skurðinn og reif upp hausinn á Skjónu en um leið sökk hann upp
undir klof.
— Komið með reipi, öskraði hann.
Eg var varla búin að snúa mér við þegar húskarl hans, ungur og
vaskur, var kominn með reipi og stökk ofan í skurðinn. Mér leist
ekkert á þetta. Skjóna gamla leit út eins og hún væri að taka síðasta
andvarpið. Eg skrönglaðist ofan í skurðinn, þó að ég vissi að ég
gerði ekkert gagn.
— Vertu ekki að fara þarna, tautaði pabbi á bakkanum, hvað
heldurðu að þú gerir?
Eg sendi honum illt auga og skreið upp aftur.
Nú var komið reipi um hálsinn á Skjónu svo hægt var að halda
honum uppúr.
Nágranninn í norðri kom og stillti upp gröfunni, hann þreif reip-
ið og smellti því á bómuna.
— Við hífum liana bara upp á hausnum, kallaði hann.