Húnavaka - 01.05.1993, Page 80
78
HUNAVAKA
nokkru áður en Hulda kom þangað og tók þá Hallfríður, systir
Jóns, við ráðskonustörfunum um tíma.
Það kom í hlut kaupakvennanna að þjóna kaupamönnunum svo
sem venja var á þeirn tíma. Var það mikið starf sérstaklega í votviðr-
um og unnið utan hefðbundins vinnutíma. Það kom í hlut Guð-
rúnar Einarsdóttur að þjóna strákunum þremur og reyndist það
mikið verk, sérstaklega hvað einn þeirra snerti sem var hinn mesti
jarðvöðull og sífellt blautur í fæturna á kvöldin.
Aldrei var unnið í heyskap á Þingeyrum á sunnudögum. Jón var
góður húsbóndi, bæði réttlátur og reglusamur. Hann hafði mjög
gott lag á snúningastrákunum og hjá fólkinu ríkti yfirleitt mikil
gleði, til dæmis í matar og kaffitímum. Guðrún fór með vísukorn
sem gefur nokkra innsýn í félagsskap fólksins. Tildrög vísunnar
voru þau að stúlka, sem Ingibjörg hét, leitaði eftir því að fá hest lán-
aðan næsta sunnudag hjá kaupamanninum, Jóni Levý, sem var þar
um sumarið. Hafði Ingibjörg nokkur blíðmæli um hestlánið við
Jón. Svo varð það í kaffitíma á engjunum að Jóni kaupamanni varð
það á að hella kaffí ofan í kjöltu Ingibjargar. Brást hún reið við og
var annar tónn í máli hennar en áður hafði verið. Kastaði Jón þá
fram vísu.
Yggld á brún og seyrð í sjón,
sinnið margt vill buga.
Nú er enginn elsku Jón
í Ingibjargar huga.
Það hafði verið venja á Þingeyrum áður en Jón gifti sig að honum
var færður matur inn í stofu og Stefán bróðir hans mataðist við sér-
borð í borðstofu fólksins. Þetta breyttist þegar Hulda var tekin við
heimilisstjórn. Hún lét allt heimilisfólkið borða saman nema móð-
ur sína, Steinunni Frímannsdóttur, lét hún matast sér.
Að beiðni Jóns var Guðrún í inniverkum síðasta sumarið sem
hún var á Þingeyrum. Þótti henni það lakari kostur en vera við úti-
verkin. Guðrún taldi Huldu hina bestu húsmóður, stjórnsama og
glaðsinna. Tók hún ekki þátt í þeirri venju Jóns bónda síns að þéra
heimilisfólkið en Steinunn móðir hennar mun hafa haldið þeim
sið lengst af. Var þetta nokkuð til umræðu meðal fólksins og sú