Húnavaka - 01.05.1993, Side 100
98
HUNAVAKA
byggð. Lögurinn var spegilsléttur svo langt sem augað eygði. Sann-
arlega var bjart í hugum okkar og hjarta þennan eftirminnilega sól-
skinsdag og við vorum ekkert að flýta okkur, daginn áttum við sjálf.
Hundurinn okkar, Bósi, rölti á eftir okkur, letilegur í hitanum.
Allt í einu kom hann í hendingskasti fram fyrir hestinn, teygði trý'n-
ið upp í loftið og rak upp ámátlegt gelt: í-vo-ov-voo. Það var svo
nístandi að mér varð ónotalega viö. Bleikur snarstansaði, kippti í
tauminn og sperrti eyrun og hlustaði. Þá var eins og hvíslað væri að
mér: Hingað og ekki lengra. Bleikur hristi sig eins og hann vildi
losna við mig af baki sér. Bóndi minn hjálpaði mér af baki. Einhver
ónotakennd fór um mig. Engin hreyfíng, ekkert skrjáf í lyngi.
En fljótlega hvarf það, sem að mér lilóðst, eins og dögg fyrir sólu.
Bóndi minn fór nú á bak, og um leið fór Bleikur að ókyrrast. Eins
og hendi væri veifað stökk Bleikur út undan sér og trylltist alveg. Þá
var mér nóg boðið. Eg titraði eins og lauf í vindi því að þessi læti í
skepnunni orkuðu á mig sem svipuhögg. Og nú tók Bósi aftur til að
gelta, enn ámátlegar en áður. Eg herti mig upp og hugsaði: Komi
það sem koma skal. Eg vissi að biði mín eitthvað óvænt, yrði það
ekki umflúið. Bleikur frísaði og pijónaði, tók svo snöggt viðbragð
og var horfinn mér sjónum. Eg hljóðaði upp yfir mig því að ég hélt
að bóndi minn myndi ekki sitja hann í þessum ham og liggja slas-
aður einhvers staðar úti í móum. Eg varð alveg magnlaus. Hiti og
kuldi fór í bylgjum um mig og fæturnir báru mig varla, svo bágt var
ástand mitt. Eg vissi, að ég var ein en einhvern grun hafði ég samt
um að eitthvað fleira væri hér á ferð. Djúpt í vitund minni magn-
aðist kynleg óró eins og fyrirboði.
Jú, grunur minn var réttur. Hvað sá ég? Kemur ekki kona eftir
brekkunni, heldur fasmikil? Furðaði mig mjög hvað hún fór hratt
yfir. Eg bar ekki kennsl á hana. Það var eins og hún yrði mín ekki
vör þótt hún væri skammt frá mér. Einhver kuldahríslingur fór um
mig þegar ég veitti henni athygli. Hún var í svörtu vaðmálspilsi og
með ljósa svuntu, í blárri treyju, með ullarhyrnu á herðum og
skýluklút sem slútti fram á andlitið og skyggði á það. Þó fannst mér
eins og allt heimsins böl væri letrað á það og skuggar hins liðna
hvíldu yfir því.
Konan var með pinkil, sem hún var að hagræða og mátti ekki af
sjá - sennilega hennar dýrasti fjársjóður, aleiga hennar innan í
klútdulu.