Húnavaka - 01.05.1993, Page 102
JOHANNA HALLDORSDOTTIR, Austurhlíð:
Samfélagsmynd
Hún sat frammi í eldhúsi og dreypti á kaffí eftir andvökunótt. Hóst-
inn í barninu, sem loksins hafói sofnað, barst til hennar en var nú
ekki jafnerfíður litlu stúlkunni og um nóttina.
Sunna néri augun og fann að hún var að því komin að gefast upp
og biðja um hjálp. Vissi þó ekki hvert hún gat snúið sér. Hún var úr-
ræðalaus. Síðustu peningarnir, sem áttu að fara í mat handa þeim
allan þennan mánuð, rétt hrukku f'yrir læknis- og lyfjakostnaði
yngri dótturinnar, Erlu, sem hafði ofkælst fyrir nokkrum dögum.
Þegar þær fóru gangandi niður á Félagsmálastofnun til þess að
biðja um hjálp var ekki mikið um úrræði. Eina svarið sem hún fékk
var, „allt of margir málaflokkar og peningar af skornum skammti."
Hún átti ekki einu sinni hlý föt handa Erlu. Eldri stúlkan, Anna,
átti hlýjan vetrargalla sem kom í fatasendingu frá eldri systur
Sunnu. A leiðinni heim mættu þær hópi af kátum skólabörnum vel
klæddum eins og hæfði í vetrarkuldanum.
I dag var afmælisdagurinn hennar Erlu og liðin þrjú ár frá því
hún fæddist. Haraldur var farinn áður, kominn í sambúð með
annarri konu og hafði varla skipt sér af þeim síðan. Sunna saknaði
lians lengi en gerði sér grein fyrir aðstæðunum og hafði barist fýr-
ir því að halda saman þessu litla heimili með dætrum sínum. En nú
voru öll sund lokuð að lienni fannst. Anna var vöknuð og kom
fram, syfjuð því að hún hafði verið hrædd um litlu systur sína og
vakað eins lengi og hún gat kvöldið áður. Anna var orðin sex ára,
átti að fara í skóla í haust. Það þýddi aukin útgjöld.
Sunna andvarpaði og fór að elda hafragraut handa þeim. Það var
ódýrast. Hver einasta máltíð var útbúin með það í huga að hafa hana
sem ódýrasta, jafnvel á afmælisdögum voru ekki efni til að breyta út
af þeirri reglu. Hún leit í kringum sig í þessari litlu kjallaraíbúð.
Tvö herbergi, pínulídð eldhiis, búrkompa sem jafnframt nýttist