Húnavaka - 01.05.1993, Síða 104
102
HUNAVAKA
í sveitinni er nóg pláss fyrir ykkur og þó að hér sé einnig búið að
skerða allt meira en við héldum að væri mögulegt, þá er hér frelsi
fyrir börnin þín og hreint loft. Hér er líka góður barnaskóli ogjafn-
vel þótt við eigum ekki mikið af veraldlegum auðæfum er alltaf til
nægur matur og mjólk. Eg vona að allt gamalt sé mér fyrirgefíð og
segi þér bara það að við óskum þess svo heitt bæði að þið komið til
okkar. Vonast til að heyra frá þér.
Kær kveðja, mamma.
Sunna var með tárin í augunum. Oræðar tilfmningar bærðust
innra með henni. „Eg ætla að fara og kaupa í matinn,“ sagði Asdís
þegar Sunna liafði sýnt henni bréfíð. „Láttu stelpurnar hafa pakk-
ana og þegar ég kem aftur höldum við veislu.“
Sunna hlýddi, fór og gaf Erlu meðalið, kallaði svo á Onnu og lét
þær hafa pakkana frá ömmu og afa í sveitinni. Þær voru undrandi,
höfðu ekki fengið gjafir frá þeim áður. Ur pökkunum komu heima-
pijónaðar peysur, húfur, sokkar og vettlingar, sögubækur og ein
mynd í ramma af afa og ömmu og húsinu þeirra. Þær voru svo glað-
ar og ánægðar og spurningunum rigndi yfir Sunnu. Hún settist og
tók þær báðar í fangið, sagði þeim frá foreldrum sínum og spurði
hvort þær vildu eiga heima í sveitinni í þessu stóra húsi. Sagði þeim
frá dýrunum, fjöllunum, öllu saman sem hún mundi eftir. Anna
sagði: „Mamma, ég vil eiga heima í sveitinni. Þú ert svo glöð á svip-
inn núna.“
Asdís truflaði þær þegar hún kom inn með ótal innkaupapoka.
Sunna sagði: ,Asdís, þú hefðir ekki átt að...“ „Komdu nú þér og
ungu dömunum á fætur á meðan ég legg á borðið." Hún kyssti
stelpurnar, fór svo að koma innihaldi pokanna fyrir. Sunna klæddi
þær í bestu fötin sem þær áttu. Erla var ekki nteð hita lengur, aug-
un ljómuðu núna af einskærri gleði og tilhlökkun.
Eftir matinn fóru J^ær að leika sér en Sunna brast í grát og sagði:
„Eg á þetta ekki skilið af mömmu, ég get ekki farið og sest upp hjá
þeim.“ Asdís tók utan um liana: „Mamma meinar hvert orð sem
hún skrifaði þér. Þau vilja þér bara vel og eru meira en tilbúin að
taka á móti ykkur. Hvað vilt þú sjálf gera?“ Sunna stilltist og eftir
smástund sagði hún: ,Asdís, viltu hjálpa mér að pakka niður?“
„Núna strax?“