Húnavaka - 01.05.1993, Blaðsíða 114
112
HUNAVAKA
í ævintýraheimi
Einu sinni var ungur ferðamaður sem hafði gengið þvert yfir
landið þegar hann kom að bæ einum á Norðurlandi. Þetta var um
mitt sumar. Hallgrímur, en það hét maðurinn, var mikið augna-
yndi, bæði sterkur og myndarlegur. Hallgrímur gekk inn á hlaðið
og kom þar auga á bónda sem var að mjólka kýrnar. Hallgrímur
gekk til hans og kynnti sig, sömuleiðis bóndinn, hann sagðist heita
Steingrímur. Hallgrímur spurði þá hvað bærinn héti og svaraði
Steingrímur að hann héti Kaldakvísl. Steingrímur bauð þá Hall-
grími í bæinn og þeir löbbuðu inn.
Þegar inn var komið þá fann Hallgrímur þennan líka svakalega
ilm af vöfflum. Steingrímur og Hallgrímur löbbuðu inn í borðstof-
una og settust niður til að snæða en í sama mund og Hallgrímur
stakk vöfflubita upp í sig kom inn þessi líka bráðfallega stúlka. Hall-
grímur brökk svo við að vöfflubitinn hrökk niður í hálsinn á hon-
um og hann átti vont með að kyngja honum en það gekk. Hall-
grímur kynnti sig og stúlkan líka og sagðist heita Lára. Hún setúst
nú niður og snæddi með þeim og Hallgrímur vissi ekki hvernig
hann átti að haga sér, hann var orðinn ástfanginn af Láru. Þegar
þau voru búin að snæða löbbuðu þau út á hlað. Þau löbbuðu inn í
garðinn. Hallgrími brá, hann hafði aldrei komið inn í svona falleg-
an garð. Þessi garður var líkt og í ævintýri, öll blóm útsprungin, rós-
irnar, páskaliljurnar og líka litlu blóntin sem Hallgrímur vissi ekki
hvað hétu. En það skipti ekki neinu máli, þetta voru allt falleg
blóm og líka trén, þau voru svo falleg.
En á meðan Hallgrímur skoðaði blómin þá hafði Lára hlaupið á
bak við húsið án þess að hann hefði tekið eftir því. Þegar Hallgrím-
ur rankaði við sér úr þessum ævintýraheimi þá skein sólin beint í
augun á honum, hann fór nú að leita að Láru en fann hana ekki.
Hann leitaði bak við trén, stytturnar og allt, hann fann hana ekki.
Hann kallaði og kallaði og labbaði nær og nær hlöðunni. Allt í
einu heyrðist eitthvert óp. Hann stekkur af stað inn í hlöðuna. Þá
kemur hann auga á Láru þar sem hún situr og er að bíða eftir hon-
um. „Þú varst svo lengi,“ segir Lára. ,Já ég var að skoða garðinn.
Hver ræktar hann eiginlega?" spyr hann. „Eg“, segir Lára. „Vá,
hann er nú ekkert smá fallegur." „Finnst þér það?“ ,Já, þetta er