Húnavaka - 01.05.1993, Page 124
122
HUNAVAKA
ill karl, og var hann formaöur. Leist mér miður vel á hann. Ég spyr
hvort hann vanti rnann á skip sitt. Hann segir svo vera. „Hver er
maður sá“, segir ltann. Ég segi til mín. „Er það svo,“ segir hann, „ert
þú nokkuð vanur sjó?“ „Það er nú lítið,“ segi ég. „Hvaðan ertu?“,
segir hann. Ég segi honum það. Matur var á borð borinn fyrir karl-
inn og nú borðum við. Ég hafði litla matarlyst þ\i mér leið illa. Þeg-
ar við vorum búnir að borða fer ég að inna karl eftir hvað hann segi
um skiprúmið mér til handa. Þá segir karl: „Ég held að það sé betra
autt rúm en illa skipað. Láttu þetta sanit ekki hryggja þig drengur
minn. Vertu hér í nótt.“
Nú fór ég að tala við Gísla um að við skyldum fara af stað því mér
leið illa og var bæði orðinn leiður og reiður. Gísli vildi ekki fara og
sagðist verða þarna um nóttina. Hann sagði: „Hvert ætlarðu annað
að fara, það vill þig enginn?“ Ég kvaðst ætla suður í Hafnir. Hann
hló við og mælti: „Þú ferð þangað ekki í kvöld, drengur minn.“ ,Jú,
ég ætla að fara og fer þó að þú viljir ekki verða mér samferða.“ Ég
bað hann að verða mér samferða suður í Njarðvíkur en þær voru í
leiðinni. Hann var ófáanlegur til þess og sagði: „Við refsum þér ef
þú vilt ekki vera góður.“ „Komdu með mér Gísli minn út á hlaðið,“
sagði ég því ég var ekki viss um að rata út úr bænum. Gísli gerði
það. Ég kippti með mér fatapoka mínum er var í dyrunum, hljóp af
stað en kvaddi engan. Gísli kallaði á mig, kom í hægðurn sínum á
eftir mér og mælti: „Það eru draugar á Stapanum, drengur.“ Ég
skeytti því engu en hljóp allt hvað af tók.
Ég kom á hlaðið á næsta bæ við Stapa og barði þar að dyrum.
Kona kom út og ég bað hana að gefa mér að drekka. „Það er vel-
komið,“ segir hún, „en hvert er maðurinn að fara og hver er
hann?“ Ég ansaði því ekki en konan fór inn og sótti drykkinn. Hún
kom að vörmu spori aftur með fulla könnu af mjólk og gerði ég
mér gott af henni. Konan spurði hvort ég ætti heima í Höfnum. Ég
svaraði að ég ætti eiginlega hvergi heima. Hún spurði mig hvort ég
ætlaði áfram í kvöld. Ég kvað svo vera. „Það gerir þú ekki,“ mælti
hún, „því þetta er löng leið.“ „Hvað er lengi verið að fara þetta,“
spurði ég. „Ekki minna en fjóra tíma,“ svarar hún, „og nú er að
koma myrkur." Tunglið var að koma npp og himinninn var heiður.
Kvaddi ég hana nteð handabandi og þakkaði henni fyrir drykkinn.
Síðan lagði ég af stað. Stór hóll er á Stapanum sem Grímshóll
heitir. Af honum sést í góðu skyggni ljós í Höfnum. Er ég kom á