Húnavaka - 01.05.1993, Page 136
134
HÚNAVAKA
mig aftur. En mér þótti ekki vistin svo góð í hið fyrra sinni, að ég
vildi vera hjá honum. Eg fór suður að Hvalsnesi því ég hafði heyrt
að þar vantaði mann í skipsrúm. Þá bjó þar Sigurður Olafsson og
var hann formaður á áttæringi sem hann átti sjálfur. Hann var tal-
inn einn hinn besti formaður á Suðurnesjum í þann tíð. Eg kom að
þegar Sigurður var að srníða kistu utan um gamla konu er dáið
hafði þar á næsta bæ. Eg spurði hvort hann vantaði rnann á skip sitt
og sagði hann svo vera. Hann kvaðst borga 250 krónur og einn
strigafatnað fyrir vertíðina. Gekk okkur greiðlega að sernja og réð-
ist ég til hans.
Sigurður bauð mér til baðstofu. Það var um matmálstíma og sett-
umst við strax að snæðingi. Þar á heimili var kona hans, bróðir og
fjögur börn þeirra hjóna, fremur ung. Mér leist vel á þetta fólk, það
var allt mjög myndarlegt. A bænunt var ein gömul kona er var nið-
ursetningur. A nteðan við vorum að borða heyrði ég að hún spurði
krakkana hvort maður sá mundi verða þar í vetur. Börnin sögðust
hafa heyrt svo. Þá heyrði ég að gamla konan segir við sjálfa sig: ,Já,
já, aumingia maðurinn, hann er feigur.“ ,Af hverju markar þú
það,“ segir einhver krakkinn. „Það skal ég segja þér,“ sagði kerling-
in ofur lágt. „Það sækir feigð að þeint manni sem kemur að þegar
verið er að srníða utan um lík.“ „Ert þú eitthvað að segja gamla
mín,“ spurði húsmóðirin. Hún hafði eitthvað heyrt í það sem sú
aldraða tautaði. „Ja, sussu nei, blessuð mín,“ sagði sú gamla. Fannst
mér hálfónotalegt að heyra þetta.
Eftir máltíðina fór ég út með Sigurði og hélt hann áfram við
smíðina af kappi. Hann spurðir mig hvort ég myndi svo laghentur
að ég gæti hjálpað honum við smíðina. Vildi hann helst ljúka við
kistuna um kvöldið. Eg kvaðst mundu geta hjálpað honum og sag-
aði út fyrir hann laufin á kistuna og krossinn meðan hann var að
ganga frá öðru. Við lukum við kistusmíðina með hægu móti um
kvöldið.
Mér líkaði rnjög vel þarna um veturinn. Við fengum mikinn fisk
ltjá togurum um veturinn og þurftum við aldrei að leggja lóð. Tog-
arar hirtu þá engan físk nema kola og gáfu annan fisk þeirn er hafa
vildu.
Ekkert bar til tíðinda á vertíðinni sem orð er á gerandi nema á
sumardaginn fyrsta. Þann morgun fórum við eins og venjulega í
róður. Þá var úfinn sjór og kafaldsél á útsunnan. Við sigldum út og