Húnavaka - 01.05.1993, Page 137
HUNAVAKA
135
ætluðum til togara er var nokkuð langt undan. Þegar við höfðum
siglt um hríð gerði á okkur svart él. Bróðir Sigurðar, er var frammi
í bátnum, spurði bróður sinn, er sat við stýrið, hvort ekki ætti að
minnka seglin. Formaður kvað það ekki þurfa. En í sömu svipan og
hann sleppti orðinu sló skipinu um. Um leið svipti frammímaður
sundur hlífirnum og sleit fokkustrenginn og rétti skipið sig þá við
að nokkru leyti. Þá segir hann, „var nóg siglt bróðir?" Skipið var
þóftufullt af sjó. Skipaði þá formaður öllum að taka af sér hattana
og ausa og var því hlýtt.
Meðan á þessu stóð slotaði veðrinu en þó hélst hríðin. Er búið
var að ausa skipið var snúið til lands. Var lens og sigldum við aðeins
með hálfu afturseglinu. Það var mikil sigling. Þegar komið var
heim í vörina, er var andvör, sagði formaður fjórum mönnum að
fara út um leið og skipið tæki niður og styðja það. Svo gerðu þeir
en skipið sigldi alveg á þurrt. Síðan fórum við heim og lögðumst til
svefns. Engir aðrir höfðu á sjó farið þennan morgun þar á nesjun-
um. Er ég fór heim í vertíðarlokin greiddi Sigurður mér 320 krón-
ur þótt eigi væri ég ráðinn fyrir meira en 250.
Gifturík björgun
Þetta vor fór ég að Fornahvammi. Þá bjó þar Davíð Bjarnason,
gamall ekkjumaður, með dóttur sinni. Heimilisfólkið var auk
bónda og Friðrikku dóttur hans, synir hennar tvæir, Davíð og Sigur-
jón, vinnukona gömul er Helga hét, ^ögurra ára sonur gamla
Davíðs og roskin kona, fötluð. Sú var á sveit en gat þó unnið mikið.
Onnur börn Davíðs gamla voru komin til Ameríku fýrir nokkrum
árum, tveir synir og ein dóttir. A sumrin var venja að taka fólk til
heyskapar, þrennt eða fernt. Skepnur voru margar, 200 fjár, þrír
nautgripir og 14 hestar. Sumrin sem ég var þar voru heyjaðir um
þúsund hestar og var það talið ntjög mikið í þá daga. Ætla þurfti
ferðamannahestum mikið hey, einnig hestum póstsins en hann
gisti ætíð í Fornahvammi, bæði er hann fór norður og suður. Póst-
ur gekk þá frá Reykjavík til Staðar í Hrútafirði. Hann hafði marga
hesta, sérstaklega á vetrum.
Hér hefur að segja frá björgun úr á sem rennur við tún í Forna-