Húnavaka - 01.05.1993, Page 167
HUNAVAKA
165
Síðar dvaldi hún við saumanám um U'eggja vetra skeið í Reykjavík.
Sótti hún auk þess orgeltíma hjá Páli Isólfssyni.
Eiginmaður Theodóru var Steingrímur Ingvarsson frá Sól-
heimum í Svínavatnshreppi. Þau gengu í hjónaband þann 5. júní
árið 1920. Settust þau að í Hvammi í Vatnsdal en ári síðar hófu
þau búskap í Sólheimum. Hafði verið ráðgert að þar yrði fram-
tíðarheimili þeirra. En það fór á annan veg. Vorið 1922 fluttu
þau aftur að Hvammi en þar bjuggu þau allan sinn búskap eftir
það.
Eignuðust þau fjögur börn en þau eru: Ing\'ar bóndi á Eyjólfs-
stöðum, kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur, Hallgrímur Heiðar, bif-
reiðastjóri í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus, Þorleifur Reynir,
bóndi í Hvammi, látinn 3. nóvember 1989, en kona hans var
Salóme Jónsdóttir frá Akri og Sigurlaug Valdís, gift Hauki Pálssyni
mjólkurfræðingi á Sauðárkróki.
Hvammur í Vatnsdal var um aldir mikil kostajörð. Um skeið sat
j)ar sýslumaður Húnvetninga. Hallgrímur Hallgrímsson faðir
Theodóru var einn af merkustu bændum í héraðinu á sinni tíð.
Arið 1926 var jörðinni skipt í tvö lögbýli. Sátu þau hjón Stein-
gríniur og Theodóra annað en bróðir hennar Guðjón og kona
hans Rósa ívarsdótdr hitt. Eins og áður hélst mikil reisn og höfð-
ingsskapur á þessum býlum. Mun Theodóra hafa erft stórhug og
dugnað föður síns.
Þau hjón, Steingrímur og Theodóra, höfðu aldrei mjög stórt bú
en það var jafnan gagnsamt. Var hestamennska þeim báðum í blóð
borin. Theodóra var hamhleypa til allra verka og mikil húsmóðir.
Dvöldu á heimili þeirra jafnan mörg börn í sumardvöl auk hjúa er
þar voru. Mann sinn Steingrím, hinn ágætasta mann, missd hún
árið 1947 og var hann harmdauði öllum er til þekktu.
Hélt Theodóra áfram búskap með aðstoð barna sinna allt þar til
Reynir sonur hennar og kona hans tók við jörð og búi. Arið 1962
ílutti Theodóra til Reykjavíkur og sá í nokkur ár um heimilishald
fyrir Halldór Jónsson frá Arngerðareyri. Eftir lát hans bjó hún í
leiguhúsnæði í Eskihlíð 10 í Reykjavík. Ái ið 1984, er aldur færðist
)Tir, ílutti hún á Ellideild Héraðsjúkrahússins á Blönduósi þar sem
hún lést 96 ára að aldri.
Eins og áður er sagt var Theodóra í Hvammi minnisstæður og
mikill persónuleiki. Hún var trygglynd og vinföst. Höfðingi heim