Húnavaka - 01.05.1993, Page 172
170
HUNAVAKA
Dalvík og Jón Árni bóndi á Sölvabakka, kvæntur Björgu Bjarna-
dóttur frá Haga.
Jón og Magðalena hófu búskap sinn að Brún í Svartárdal þar sem
þau voru í tvö ár, þá voru þau eitt ár í Skrapatungu og annað í Háa-
gerði á Skagaströnd. Það var ekki auðvelt fyrir ungt fólk að fá góða
bújörð til ábúðar á þessum árum og ennþá erfiðara fyrir efnalítið
fólk að eignast eigin jörð. „En nú fór að létta undir í suðri,“ eins og
Jón orðaði það sjálfur, Sölvabakki var laus til ábúðar og Jón sá
bjarma fyrir því að hans gantli draumur gæti orðið að veruleika.
Með bjartsýni, harðfylgi og dugnaði tókst honum að láta draum-
inn góða rætast - hann eignaðist Sölvabakka og varð bóndi þar. I
ltönd fóru annasöm ár hjá Jóni og Magðalenu, með vinnusemi,
þrautseigju og bjartsýni bættu þau jörðina, juku ræktun og byggðu
upp.
Jón var laginn við smíðar og hafði gaman af þeim og fékkst nokk-
uð við smíðavinnu utan heintilis um skeið. En það verður að yrkja
jörðina ef hún á að vera gjöful - það vissi bóndinnjón á Sölvabakka
og tók mið af. Jón átti bát og reri til fiskjar þegar tóm gafst til og fisk
var að fá, af því var góð búbót. Hann hafði einnig gaman af því að
veiða silung og lagði net sín langt fram á tíræðisaldur.
Með árunum vænkaðist hagur Jóns enda Sölvabakki góð jörð -
en það var íýrst og fremst fyrir óbilandi kjark, dugnað og ráðdeild
að honum tókst að sigrast á erfiðleikunum og verða sjálfseignar-
bóndi. Magðalena kona hans stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og
lét sitt hvergi eftir liggja.
Jón var sérlega hreinskiptinn og hreinskilinn í allri framgöngu.
Hann átti heita lund og það gustaði stundum um hann enda var
hann enginn veifiskati - hann var fylginn sér og lét ekki ganga á
rétt sinn. Jón hafði garnan af hestum og var oft vel ríðandi. Hann
las mikið, einkum á síðari árum og var vel ritfær. Dagbækur skráði
hann árum saman og sitthvað fleira skrifaði hann, m.a. fýrir Þjóð-
háttadeild Þjóðminjasafnsins og Húnavöku. Minni hans var trútt
og lífsreynslan rnikil - hann hafði ntiklu að miðla og kunni þá list
að segja frá.
Arið 1964 brá Jón búi og flutti vestur á Barðaströnd til dóttur
sinnar og tengdasonar. Hann undi sér ekki svo fjarri átthögunum
og kom aftur í Húnaþing eftir árs fjarveru. Þá dvaldi hann á
Blönduósi um tíma en fór á ný að Sölvabakka er sonur hans og