Húnavaka - 01.05.1993, Page 174
172
H UNAVAKA
þau búi og fluttust til Blönduóss. Á næstu 20 árum fann Siguröur
margt að fást við. Um tíma hafði hann kindur. Hann veitti öðrnm
aðstoð við slátt og fleira. Einnig notfærði hann sér lagni sína og
smíðaði ýmsa muni, spann líka hrosshár og bjó úr því nýtilega hluti
til sölu og gjafa.
Börn Sigurðar og Auðbjargar eru fimm. Elst er Hólmfríður Auð-
björg, sem er búsett í Hveragerði. Næstur er Albert Sveinbjörn á
Blönduósi, kona hans er Svava Leifsdóttir. Hafþór Örn er einnig á
Blöndnósi, kona hans er Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Sigrún Björg
býr í Eyjafirði, maður hennar er Hörður Kristinsson. Yngst er Berg-
þóra Hlíf á Blönduósi, maður hennar er Ólafur Þorsteinsson.
Spor Sigurðar Guðlaugssonar urðu mörg. Níu áratugir eru að
baki svo að margs er að minnast. Samferðamenn hafa verið margir,
og þótt ýmsir séu horfnir á undan öldungnum standa eftir rninn-
ingar um góðan dreng sem rækti hlutverk sín af umhyggju og
natni.
Sigurður og Auðbjörg lilðu það að eiga 60 ára hjúskaparafmæli.
Hann var styrkur heimilisfaðir, rnikill bóndi og náttúruunnandi.
Hann hafði ákveðnar skoðanir, var glettinn og átti auðvelt með að
sjá spaugilegu hliðar tilverunnar. Hann hafði gaman af mannamót-
um og naut þess að fá gesti, en aðaláhugamálið var landbúnaður-
inn og honum fannst best að vera heima. Fjölskylduböndin voru
sterk, og eins og börnin höfðu verið þiggjendur framan af ævi,
endurguldu þau sem gefendur hin síðari ár.
Sigurður Guðlaugsson var jarðsunginn frá Blönduósskirkju 25.
júlí 1992.
Sr. Stína Gísladóttir.
Guðbjartur Guðjónsson,
Skagaströnd
Fæddur 17. september 1914 - Dáinn 23. september 1992
Guðbjartur Guðjónsson fæddist í Austmannsdal í Ketildala-
hreppi í Arnarfirði. Foreldrar hans voru Guðjón Árnason, útvegs-
bóndi í Austmannsdal og eiginkona hans Sigríður Sigurðardóttir.