Húnavaka - 01.05.1993, Page 175
HUNAVAKA
173
Þau áttu bæði rætur sínar í Arnarfirði. Auk Guðbjarts eignuðust
þau annan son en hann fórst í sjóslysi árið 1942. Guðbjartur ólst
upp hjá foreldrum sínum. Hann var innan við tvítugt þegar heilsu
föður hans fór mjög að hraka og tók því
snemma við búskapnum af honum.
Guðbjartur kvæntist árið 1942 Sigur-
björgu Hjartardóttur frá Skagaströnd, en
hún hafði ráðið sig til kaupavinnu hjá
honum. I Austmannsdal bjuggu þau til
ársins 1948 að þau fluttu að Bakka í
Bakkadal sem er næsti bær við, en þar
var stærri jörð. A Bakka bjuggu þau til
vorsins 1956, en þá fluttu þau suður og
settust að í Hafnarfírði. Vorið 1962 flutti
Guðbjartur með fjölskyldu sína til Skaga-
strandar. Þau settust að í Vík, hjá Hirti
Klemenssyni tengdaföður Guðbjarts,
sem þá var aldurhniginn ekkjumaður og hafði auk þess misst tvo
syni sína í sjóslysi haustið áður. Þau önnuðust hann þar til hann
lést, þremur árum síðar. I Vík áttu þau heima til æviloka en Sigur-
björg lést í júlí árið 1985.
Þau Guðbjartur og Sigurbjörg eignuðust fímm börn. Þau eru eft-
ir aldursröð: Sigurjón og Arni, sem búa á Skagaströnd, Eygló
Hulda, sem býr í Keflavík, Hjörtur sem býr á Skagaströnd og Eyrún,
sem bjó á Skagaströnd, en er látin. Þó Guðbjartur byggi á Skaga-
strönd síðustu þrjátíu árin sem hann lifði, voru rætur hans í hinum
sérstæða Arnarfírði. Þar tók hann virkan þátt í félagsmálum, haíði
m.a. lengi forystu í ungmennafélaginu, var í trúnaðarstörfum fyrir
sveitarfélagið og mikilvirkur í leikstarfsemi.
A Skagaströnd vann hann ýmis störf, m.a. við fiskvinnslu og skipa-
smíðar. Auk þess var hann með nokkuð af kindum, alveg fram á
hin síðari ár. Hann var mikill bóndi í sér og sinnti skepnunum af
alúð sem honum var eiginleg.
Guðbjartur var hæfileikaríkur maður. Hann hafði ánægju af bók-
lestri, og las mikið alla ævi. Hann hafði einnig gaman af kveðskap
og safnaði töluverðu af slíku. Hann var mikill áhugamaður um leik-
list, var góður leikari og sögumaður og lýsti atburðum á ógleyman-
legan hátt. Þegar Guðbjartur var ungur, mun hugur hans hafa stað-