Húnavaka - 01.05.1993, Page 176
174
HUNAVAKA
ið til að öðlast einhverja menntun á sviði leiklistarinnar, en eftir frá-
fall bróður hans var útséð um að hann kæmist að heiman til náms.
Guðbjartur var handlaginn og batt inn bækur er hann bjó íyrir
vestan. Hann hafði fallega rithönd. Síðustu árin, eftir að hann var
hættur í fastri vinnu málaði hann myndir og vann ýmsa föndur-
vinnu einn eða í félagsskap með öldruðum á Skagaströnd.
Meðal einkenna Guðbjarts var hversu sterkur persónuleiki hann
var. Kom það fram í einstökum sálarstyrk, æðruleysi, einurð og
festu. Hann gat virst nokkuð dulur enda flíkaði hann ekki tilfinn-
ingum sínum. Þó var hann félagslyndur, kátur og skemmtilegur, og
gat verið hrókur alls fagnaðar í hópi vina. Eins og algengt er um
andlega sterka menn, hafði hann til að bera ákveðið hispursleysi
og kímnigáfu. Hann var traustur vinum sínum og naut óskiptrar
virðingar meðal þeirra sem honum kynntust.
Guðbjartur lést á Landspítalanum í Reykjavík, eftir harða baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Utför hans var gerð frá Hólaneskirkju 3. októ-
ber.
Sr. Egill Hallgrímsson.
Þorsteinn Þorsteinsson,
Geithömrum
Fœddur 11. júlí 1908 -Dáinn 29. september 1992
Þorsteinn Þorsteinsson fæddist á Geithömrum í Svínadal. Þar
ólst hann upp við leik og störf, hóf ungur búskap með foreldrum
sínum og bjó þar til æviloka. Foreldrar Þorsteins voru Þorsteinn
Þorsteinsson frá Grund og Halldóra Björnsdóttir frá Marðarnúpi.
Þorsteinn var næstelstur í systkinahópnum. A undan honum eru
farnir: Björn, sem var smiður í Reykjavík, Guðmundur bóndi í
Holti og hálfbróðirinn Jón A. Þorsteinsson. Eftir lifa: Þorbjörg, sem
áður bjó á Auðkúlu en er flutt til Reykjavíkur og Jakob bílstjóri í
Reykjavík.
Þann 22. júlí 1944 gekk Þorsteinn að eiga eftirlifandi konu sína,
Guðrúnu Björnsdóttur. Þorsteinn var þá þegar farinn að búa á