Húnavaka - 01.05.1993, Page 180
178
HUNAVAKA
ili hans við Blöndubyggð 6b á Blönduósi ber vott um. Hann var
mikill áhugamaður um ljósmyndun og hefír ljósmyndasafn hans,
sem er mikið af vöxtum og tengist einkum Blönduósi og nágrenni,
mikið heimildagildi er tímar líða. Vignir átti pennavini víða um
lönd en bréfaskriftum við þá sinnti hann um mörg ár.
Vignir bjó allt til dauðadags á bernskuheimili sínu, ásamt móður
sinni síðustu árin, en hann reyndist henni ætíð góður og um-
hyggjusamur sonur.
Haustið 1985 kenndi hann sjúkdóms er síðar leiddi hann til
dauða. Hann varð bráðkvaddur á leið til vinnu sinnar, aðeins 47 ára
að aldri.
Vignir var maður hógvær og hjartahlýr. Snyrtimenni mikið og
stundvís svo af bar. Starfsmaður var hann góður og vinsæll meðal
vinnufélaga sinna. Hann var mjög barngóður. Voru systkinabörn
hans honum mjög hjartfólgin, sem minnast hans nú með söknuði,
ásamt öðrum ættingjum og vinum.
Utför hans fór fram frá Blönduósskirkju 29. desember.
Sr. Árni Sigurðsson.
Benedikt Guðmundsson,
Saurum
Fœddur 21. janúar 1926 — Dáinn 17. desember 1992
Benedikt Guðmundsson fæddist að Holti í Nesjum. Foreldrar
hans voru hjónin, Guðmundur Einarsson og Margrét Benedikts-
dóttir. Guðmundur var ættaður af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, en
foreldrar hans bjuggu að Kálfshamri í Kálfshamarsvík. Margrét var
ættuð úr Skagafirði, en foreldrar hennar bjuggu síðast á Borgarlæk
á Skaga. Vorið 1919 hófu þau Guðmundur og Margrét búskap að
Holti í Nesjum og bjuggu þar til ársins 1937, er þau fluttu að Saur-
um þar sem þau bjuggu til ársins 1964 en þá hættu þau búskap og
fluttu suður. Þau létust bæði árið 1973.
Benedikt var sjötta barn þeirra hjóna, en þau eignuðust alls 12
börn. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst að Holti en síðan
að Saurum. Þar bjó hann til æviloka og vann allt lífsstarf sitt þar við