Húnavaka - 01.05.1993, Page 187
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1992.
Janúar.
Mánuðurinn var óvenju hlýr.
Attin yfirleitt suðlæg og loft skýj-
að. Nokkuð var vindasamt, eink-
um síðari liluta mánaðarins.
Gefin voru upp átta vindstig
þann 28. og 29. Hlýjastvar 10,8
stiga hiti þann 27. og 11,4 stig
þann 29. Kaldast var 14 stiga
frost þann 8. Frostlaust var með
öllu 14 sólarhringa og snjóalag
aðeins í 14 daga. Urkomu varð
vart í 19 daga en 17 daga mæl-
anleg, alls 40,2 mm, snjór 13,1
mm og 27,1 mm regn.
I mánaðarlokin var jörð svo til
frostlaus. Trjágróður lifnaði
nokkuð og tún grænkuðu. Sam-
göngur voru greiðar á landi,
hringvegurinn fær en nokkur
áföll á sjó vegna vinda.
Febrúar.
Mánuðurinn var mildur en
nokkuð umhleypingasamur. Að
meirihluta var loft skýjað og
suðlæg átt. Mesti vindur var gef-
inn átta vindstig af suðvestri
þann sjöunda. Dagana 6. - 7. var
hlýjast, 9,4 stiga hiti en kaldast
14 stiga frost þann tólfta. Ur-
komu varð vart í 25 daga en 19
mælanlegir, alls 57,6 mm, 47,6
mm snjór og 10 mm regn. Snjó-
lag var 23 daga en aldrei svo
mikið að teppti samgöngur.
Jörð var klakalítil í mánaðar-
lokin. Gæftir nokkuð stopular
vegna veðra úti fyrir landinu.
Mars.
Fyrsta vika mánaðarins var hlý
og raunar mánuðurinn allur.
Hlýjast var þann áttunda 7,5
stiga hiti. Nokkuð kólnaði um
og upp úr miðjum mánuðinum
og mældist lægst 17,6 stiga frost
þann 15. Loft var yfirleitt skýjað
og oftast suðlægar áttir. Vindar
voru að jafnaði hægir. Hvasst
var þó þann áttunda, átta vind-