Húnavaka - 01.05.1993, Side 188
186
HÚNAVAKA
stig af suðri og suðvestri. Úr-
komu varð vart í 21 dag, þar af
mælanleg í 19, alls 84,9 mm
sem skiptist í 23 mm af snjó og
slyddu og 61,9 mm regn. Mest
úrkoma varð á einum og sama
degi þann áttunda, 37 mm
regn.
I heild má mars teljast mildur
en nokkuð umlileypingasamur.
Samgöngur voru tafalitlar og
gæftir sæmilegar vegna ríkjandi
landáttar.
Apríl.
Mánuðurinn var mildur og
jafnviðrasamur. Mesti vindhraði
var skráður aðeins 5 vindstig af
norðaustri þann 23. og 26.
Mestur hiti mældist 9,2 stig
þann 22. en kaldast 6,2 stiga
frost þann sjöunda. Frostlaust
með öllu var í 10 sólarhririga.
Snjólag í 14 daga og alltaf lítið.
Úrkoma skráð í 17 daga og þar
af mælanleg í 10, alls aðeins
10,9 mm, 5,5 mm snjór og 5,4
mm sem regn.
í mánaðarlokin var jörð mjög
klakalítil og þurr. Lítilsháttar
gróðurslikja sást í kringum hús
og uppgræðslu með vegum.
Samgöngur voru auðveldar og
gæftir góðar.
Maí.
Suðlæg átt var fyrstu dagana í
maí en síðan norðlæg allt til 26.
að hlýja sunnanátt gerði. Komst
hitinn í 19,8 stig þann 26. og
17,2 sdg þann 27. Uxu þá ár og
gróður tók rnjög við sér. Tún
komu vel undan vetri og voru
algræn í mánaðarlokin. Frost
mældist í átta sólarhringa, mest
7,6 stig þann 10. Snjór var á
jörðu fimmta, sjötta og áttunda.
Aldrei var hvasst. Úrkomu varð
vart í 17 daga en 13 voru mæl-
anlegir, alls 23,7 mm, 4,1 mm
snjór og 19,6 mm regn.
Maímánuður var hagstæður
bæði til lands og sjávar. Kartöfl-
ur voru settar niður í lok mán-
aðarins, sauðburðartíð góð og
hægt að sleppa fé af gjöf í mán-
aðarlokin.
Júní.
Mánuðurinn var hlýr fram yfir
22. en þá kólnaði og gerði norð-
vestan hretviðri þann 23. Mikið
snjóaði í fjöll og urðu verulegir
fjárskaðar í héraðinu. Hæstur
hid var 18 stig þann níunda en
lægstur 0,1 stigs frost þann 15.
Úrkoma varð óvenjumikil eða
alls 133,9 mm og féll á 20 dög-
um auk þriggja daga sem hún
var ekki mælanleg. Mest var úr-
koman þann 24. eða 22,8 mm
og 15,4 mm þann 23.
Heyskapur var víðast hafinn í
mánuðinum og grasspretta góð.