Húnavaka - 01.05.1993, Page 191
HÚNAVAKA
189
ara var hér austur í íjöllunum.
Urkoma mældist 17,4 mm þann
24.
Hagar fyrir búfé voru tak-
markaðir er leið á mánuðinn
vegna snjóa og krapa. Gæftir
nokkuð óstöðugar.
Desember.
Mánuðurinn var fremur hlýr
fyrstu dagana og svo aftur undir
lokin, +8,2 stig þann 26. og +9,5
stig þann 19. I heild var um-
hleypingasamt og úrkomu vart í
29 daga en mælanleg í 23, alls
56,5 mm, 48,4 mm snjór og 8,1
mm regn. Snjólag var allan
mánuðinn og meira og minna
hríðarveður frá 13. - 18. Urðu
þá ýmsar tafir á samgöngum og
áætlanir fóru úr skorðum. Hag-
ar urðu takmarkaðir á tímabili
en úr því rættist undir mánaðar-
lokin. Veðrasamt var með köfl-
um og voru gefín 8 vindstig
þann 13. af norðnorðaustri og
síðan 20. og 26. af suðaustri.
Tunglmyrkvi sást vel að kvöldi
þess níunda en honum lauk kl.
0.20.
Svo sýnist að árinu 1992 loknu
að það hafi verið Húnvetning-
um hagstætt hvað veðurfar
snertir ef undan eru skilin áföll
sem urðu af Jónsmessuhretinu
svonefnda, þoku og úrfellakafl-
anum um gangnadagana,
áhlaupinu í nóvember og loks
ótíðarkaflanum um miðjan des-
ember. Áiið endaði með góð-
viðri og sæmilega greiðum sam-
göngum.
Tekið saman eftir veðurbók-
um á Blönduósi.
Grímur Gíslason.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
Starfsemi safnsins var með
hefðbundnum hætti. Utláns-
tímar voru óbreyttir, samtals 9
klukkustundir á viku, sem er
talsvert í lægri kantinum sé mið-
að við sambærileg bókasöfn.
Undanfarin ár hefur safnið ver-
ið lokað í ágústmánuði en í ár
var haft opið eitt kvöld í viku og
var aðsókn allgóð.
Aðföng safnsins skráð til út-
lána voru 465 bækur, keyptar
415 og gefnar 50. Auk þess voru
teknir til útlána rösklega 100
titlar vasabrotsbóka sem lánað-
ar eru óskráðar. Akveðið var að
eyða ekki tíma eða fé í skrán-
ingu eða frágang þessara bóka,
gerð þeirra er slík að þær þola
yfirleitt takmörkuð útlán en eru
mjög ódýrar í endurnýjun. Þrátt
fyrir einfalda útlánaskráningu
hafa skil reynst mjög góð og
þessar bækur átt vaxandi vin-
sældurn að fagna hjá lánþeg-
um. Þá voru tekin upp útlán