Húnavaka - 01.05.1993, Page 192
190
HUNAVAKA
helstu afþreyingartímarita,
með góðum árangri.
Útlán á árinu skiptust þannig:
1992 1991
Barnabækur 2780 (2485)
Skáldverk 5541 (3892)
Flokkunarb.
og tímarit 3678 (3078)
Hljóðbækur 257 ( 258)
Alls urðu útlán 12196 á móti
9683 bindum 1991. Aukning
milli ára er 26%. Með þessu hef-
ur tekist að snúa við samdrætti í
útlánum sem varað hefur all-
mörg síðustu ár. Aukningin
milli flokka er þó mjög misjöfn,
mest í skáldverkum eða 43,5%, í
flokkabókum 19,5% en aðeins
12% í barnabókum sem er
alltof lítið.
Til að bæta þar úr var tekið
upp samstarf við Grunnskóla
Blönduóss á síðasta hausti.
Flestir nemendur skólans koma
á nokkurra vikna fresti í fylgd
kennara, lesa, kynna sér bóka-
kostinn og taka bækur í safninu.
Þessi stöðuga hvatning, sem síð-
an er fylgt eftir í skólanum, skil-
ar sér án efa í aukinni aðsókn að
safninu og betur læsum einstak-
lingum sem venjast á að nota þá
þjónustu sem bókasöfn veita og
þá ódýru afþreyingu eða
fræðslu sem þar er að fmna.
Þijár sýningar voru haldnar í
safninu. Fyrst var farandsýning
á vegum Norrænu félaganna,
ljósmyndasýningin „Daglegt líf
á Grænlandi.“ Síðan sýning á
dúkristum nemenda Grunn-
skólans á Blönduósi. Loks var á
haustmánuðum sýningin „Is-
lensk myndlist," Grafík 1991-
1992, farandsýning frá Lista-
safni ASI sem sett var upp með
stuðningi Verkalýðsfélags A-
Hún.
Sýningin rúmaðist reyndar
ekki öll í safninu, þannig að
hluti hennar var settur upp á
Hótel Blönduósi. Aðsókn að
sýningunni var þokkaleg en
áhugi á myndlist virðist heldur
takmarkaður í Húnaþingi, ef
marka ntá aðsókn að sýningum
og útlán listaverkabóka úr safn-
inu.
Þorvaldur G. Jónsson.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Rekstur safnsins var með svip-
uðu sniði og áður. Það var opið
þrjá daga í viku, mánuðina
janúar til apríl og nóvember til
desember. Auk þess er hægt að
komast í safnið á öðrum tímum
með samkomulagi við skjala-
vörð, Þórhildi ísberg.
Pétur Sigurðsson, sem unnið
hefír við safnið undanfarin ár,
hætti störfum í ársbyrjun vegna
heilsubrests. Eg vil fyrir hönd
stjórnar safnsins þakka Pétri fyr-