Húnavaka - 01.05.1993, Blaðsíða 193
H UNAVAKA
191
ir ágætt starf og þær miklu
bóka- og skjalagjafír sem hann
hefir fært því. Pétur var í því
sem næst hálfu starfi.
Gerður Hallgrímsdóttir hefir
verið ráðin íyrst um sinn til
starfa við safnið í þá mánuði
sem það er opið. Starf hennar
er sem svarar fjórðungi af mán-
aðarstarfi þessa sex mánuði,
sem safninu er haldið opnu.
Herbergi það f safninu, sem
Pétur hafði til umráða, hefir nú
verið tekið fyrir filmulesvélar
safnsins. Það var málað áður og
gerði það Kristján Pétursson,
málari. Gaf hann alla vinnu og
efni.
A sl. vori var ákveðið að kynna
öll skjalasöfn landsins samtímis
ákveðinn dag. Sett var upp sýn-
ing skjala, mynda og muna í
eigu safnsins. Hún tókst mjög
vel en fleiri hefðu mátt koma.
A árinu afhentu fimmtíu og
tveir aðilar, einstaklingar og
stofnanir safninu myndir, nýjar
og gamlar, skjöl, gjörðabækur
og ýmislegt annað sem vert er
að varðveita. Eg vil enn einu
sinni minna forstöðumenn fé-
laga á að koma fundargerða-
bókum og skjölum til geymslu á
safninu. Þar verða þau aðgengi-
leg til skoðunar, en hætt er við
að þau glatist ef þau fylgja for-
manni hverju sinni, hversu góð-
ur sem hann annars er. Það er
aldrei að vita í hverra höndum
dótið lendir. Við höfum of
mörg dæmi um að myndir, bæk-
ur og skjöl hafa verið brennd,
bæði við búferlaflutninga milli
staða og jafnvel milli íbúða, að
ekki sé talað um j^egar farið er
að taka til í dánarbúum.
Jí-
Skrá yfir gefendur til Héraðs-
skjalasafnsins árið 1992:
Auðbjörg Albertsdóttir, Ashreppur,
Björgvin Br)'njólfsson, Blönduósbær,
Borgarskjalasafn, Bragi Guðmundsson,
Búnaðarbankinn Blönduósi, Elín Sig-
urtrygg\'adóttir, Elísabet Sigurgeirs-
dóttir, Engihlíðarhreppur, Erlajakobs-
dóttir, Gréta Björnsdóttir, Grímur
Gíslason, Guðrún Einarsdóttir, Guð-
rún H. Sigurðardóttir, Helga Bernd-
sen, Hermína Sig\'aldadóttir, Héraðs-
sjúkrahúsið Blönduósi, Héraðsskjala-
safn Skagafjarðar, USAH, Hjörleifur
Júlíusson, Höfðahreppur, Ingólfur
Guðnason, Jón Isberg, Jósef Magnús-
son, Klemens Guðmundsson, Kolbrún
Zophoníasdóttir, Kristín Agústsdóttir,
Kristján Sveinsson, Kristján Þorbjörns-
son, Landsbókasafnið, Landsvirkjun,
María Magnúsdóttir, Orlofsnefnd
SAHK, Póstur og sími, Pétur Sig-
urðsson, Samband austur-húnvetnskra
kvenna, Sigríður Baldursdóttir, Sigríð-
ur Lárusdóttir, Sigríður S. Bergsteins-
dóttir, Sigurður Jónsson hreppstjóri
(úr dánarbúi), Sigurður Þorbjarnar-
son, Sigurgeir Jónasson, Sjúkrasamlag