Húnavaka - 01.05.1993, Page 195
HUNAVAKA
193
um við heilsugæsluna en ekki
tókst að ljúka þessu verki fyrir
frost.
Þá var húsið Hnitbjörg málað
að utan ásamt lagfæringum inn-
anhúss. Það gerði þetta verk
auðveldara fjárhagslega að vist-
maður í Hnitbjörgum gaf stofn-
uninni 3 milljónir á árinu 1991,
með það í huga að peningarnir
gengju í að lagfæra húsið.
Ataksverkefnið „Framtak"
starfaði á árinu og er það skoð-
un undirritaðs að það hafi skil-
að árangri til eflingar atvinnu-
starfsemi á svæðinu en at\ánnu-
mál eru og verða einn mikilvæg-
asti þátturinn í lífsafkomu hvers
byggðarlags.
Rekstur Dvalarheimilisins Sæ-
borgar, sem hefur verið erfíður
á undanförnum árum, gekk
með besta móti og nálgast að
vera orðinn viðunandi, það er
að almennur rekstur sé rekinn
án halla. A dvalarheimilinu er
aðstaða mjög góð fyrir vist-
menn.
Að öðru leyti var starfsemi
héraðsnefndarinnar með svip-
uðum hætti og á undanförnum
árum.
Valg. H.
BISKUP ÍSLANDS HEIMSÆKIR
HÚNAVATNSPRÓFASTSDÆMI.
I ágústmánuði var biskup Is-
lands, herra Ólafur Skúlason, á
vísitasíuferð um Húnavatnspró-
fastsdæmi ásamt biskupsfrú,
Ebbu Sigurðardóttur. I ferð-
inni, sem hófst 11. ágúst og lauk
24. ágúst, heimsótti hann alla
söfnuði prófastsdæmisins, tutt-
ugu og átta að tölu, og hélt
fundi með sóknarprestum og
sóknarnefndum. Auk þess pré-
dikaði hann í guðsþjónustum
sem haldnar voru í öllum kirkj-
um umdæmisins af þessu til-
efni. I för með biskupshjónun-
um voru prófastshjónin, sr.
Guðni Þór Ólafsson og kona
hans.
Vísitasíuferðin hófst í austasta
hluta prófastsdæmisins þannig
að fyrstu fimm dagana var bisk-
up hjá þeim ellefu söfnuðum
sem eru í austurhlutanum, það
er söfnuðum Bólstaðarhlíðar-,
Þingeyraklausturs- og Skaga-
strandarprestakalls. En eftir það
heimsótti hann söfnuði Breiða-
bólsstaðar-, Melstaðar-, Prests-
bakka-, Hólmavíkur- og Arnes-
prestakalls.
Eins og vænta mátti var heim-
sókn biskups ánægjuefni öllum
sem hennar nutu. Slíkar heim-
sóknir hafa rnikið gildi, bæði
fyrir biskupinn og söfnuðina.
Þær auka á tilfmningu manna
13