Húnavaka - 01.05.1993, Page 198
196
HUNAVAKA
Minningarmót Jónasar ogAra.
Það var teflt samkvæmt venju
á Hótel Blönduósi í byrjun
október. Ægir Páll Friðbertsson
frá Súðavík sigraði mótið annað
árið í röð, lilaut 4 vinninga. I
öðru og þriðja sæti urðu
Magnús og Unnsteinn Sigur-
jónssynir frá Bolungarvík með
3,5 vinninga. Þátttakendur voru
sex.
Meistaramót Taflfélagsins.
Teflt var í nóvembermánuði á
Hótel Blönduósi á miðvikudags
og sunnudagskvöldum, 5 um-
ferðir eftir Monradkerfi. Þátt-
takendur voru 12. Sigurvegari
með 4,5 vinninga varð Þorleifur
Ingvarsson, annar Páll Leó Jóns-
son með 4 vinninga og þriðji
Baldur Fjölnisson með 3,5 vinn-
inga.
Hraðskákmót Taflfélagsins.
Mótið var haldið í byrjun árs-
ins í Dalsmynni í Svínavatns-
hreppi. Þátttakendur voru 12
og tefld var tvöföld umferð, alls
22 skákir. Páll Leó vann mótið
6. árið í röð, hlaut 22 vinninga.
Þorleifur Ingvarsson varð annar
með 17 vinninga og þriðji Björn
Björnsson með 14,5 vinninga.
Unglingaflokkinn vann Brynjar
Bjarkason eftir einvígi við Guð-
jón Sveinsson, í þriðja sæti varð
Erla Jakobsdóttir.
Deildakeppni Skáksambands Is-
lands.
Síðastliðið ár tefldi skáksveit
USAH í 1. deild í fyrsta skipti
eftir nokkurra ára baráttu í 2.
deild. Markmiðið fyrsta árið var
að halda sætinu í deildinni
svona til þess að sanna að sveitin
væri í hópi átta sterkustu á land-
inu. Eftir harða baráttu þar sem
gekk á ýmsu, nt.a. mátú önnur
sveit T.R. þola tap fyrir sveitinni,
þá endaði USAH í 7. sæti með
22,5 vinninga. Það kom í hlut b
sveitar Skákfélags Akureyrar að
falla í 2. deild með 18 vinninga.
Sæti þeirra tekur Taflfélag
Kópavogs. Það voru hins vegar
Garðbæingar sem rufu margra
ára sigurgöngu T.R. og sigruðu
í 1. deild.
Skólaskák.
Að þessu sinni komst kepp-
andi úr A-Hún alla leið á
Landsmót og er það í þriðja
sinn á fimm árum sem þessi ár-
angur næst. Það var Guðjón
Sveinsson frá Blönduósi sem
keppti í yngri flokki. Hlaut
hann 3,5 vinninga og varð í 6.-7.
sæti af 10 keppendum.
ÆJingamót.
Páll Leó varð efstur þegar æf-
ingamót vetrarins voru gerð
upp. Er þetta í 5. sinn sem hann
nær þeirn árangri. Jón Hannes-