Húnavaka - 01.05.1993, Page 209
HUNAVAKA
207
er að umbúnaður allur og við-
mót sé gott. A liðnu sumri var
talsvert gert af hálfu bæjar-
stjórnar Blönduóss til að bæta
þar um. Ráðning garðyrkju-
stjóra sem áður var nefnd mun
til lengri tíma litið hjálpa þar til,
að fegra og bæta umhverfið. Ný-
stofnað Ferðamálafélag Austur
Húnvetninga fékk aðstöðu á
tjaldstæði bæjarins fyrir upplýs-
ingamiðstöð félagsins og sá um
alla umsjón þar. Til styrktar
starfsemi félagsins veitti bæjar-
stjórn styrk, 200 þúsund krónur
og að auki andvirði afnota-
gjalda af tjaldstæðinu. Þetta
gerði m.a. félaginu kleift að
halda starfsmann sumarmánuð-
ina og í hálfu starfi í vetur.
Heiðar Ingi Svansson hefur
gegnt starfi ferðamálafulltrúa á
vegum félagsins.
Talsvert var lagfært á tjald-
svæðinu, endurnýjaðar rólur,
hellulagt plan við snyrtingar,
komið fyrir borðum og bekkj-
um, sett upp fánaborg, plantað
trjám og skjólbelti, lagður
göngustígur meðfram tjald-
svæðinu í átt að Blöndu, endur-
nýjaðar lagnir, malarborið bíla-
stæði og tröð að sumarhúsum.
Fyrirhugað er að fyrsta verslun-
arhús Kaupfélags Húnvetninga
verði flutt á tjaldsvæðið, það
gert upp og þjóni ferðamönn-
um á svæðinu.
Alls leituðu 2191 manns til
upplýsingamiðstöðvarinnar í
sumar, þar af voru 1615 útlend-
ingar. Tjaldstæðið var opið frá
18. júní til 1. september. Alls var
innheimt fýrir 753 tjöld eða 10
tjöld á dag að meðaltali.
Ofeigur Gestsson.
FLUGSKÝLIÐ ENDURBYGGT.
Flugskýlið á Blönduósflugvelli
var endurbyggt í sumar. Húsið
var steypt upp á sama grunni og
fyrra skýlið. Eigendur þessa nýja
húss eru flugáhugamenn í hér-
aði ásamt nokkrum sveitarfélög-
um. Grunnflötur hússins er 320
fermetrar.
Þann 17. júní fóru 150 farþeg-
ar um Blönduóssflugvöll og
þann dag urðu 50 flugtök og
lendingar á vellinum. Talið er
að þetta sé met í umferð um
völlinn á einum degi. Astæða
þessarar rniklu umferðar um
völlinn þennan dag var sú að
flugmenn buðu Húnvetningum
í ókeypis útsýnisflug yfir
Blönduós í tilefni þess að fram-
kvæmdir voru þá nýhafnar við
endurbyggingu flugskýlisins.
Var þetta flug liður í hátíða-
höldum á Blönduósi í tilefni
þjóðhátíðardagsins og naut
mikilla vinsælda, ekki síst hjá
yngri kynslóðinni.
Nú er ein flugvél í eigu Hún-