Húnavaka - 01.05.1993, Page 216
214
HUNAVAKA
aðallega stunda silungsveiði.
Með þessari viðbyggingu batnar
aðstaðan ntjög mikið, en hún
verður tekin í notkun fyrir veiði-
tírna í vor.
M.Ó.
MJÓLKURSAMLAG SAH.
Innlögð mjólk á árinu var
3.702.443 lítrar, sem var minnk-
un um 359.418 lítra frá árinu
áður eða 8,85%. Meðalfita í inn-
lagðri mjólk var 3,95% og með-
alprótein 3,28%. Grundvallar-
verð ársins var 52,384 kr.
Helstur framleiðsluvörur sam-
lagsins voru þessar:
Lítrar
Nýmjólk, léttmjólk
og súrmjólk...... 727.567
Rjómi................ 28.724
Kg
Smjör................ 33.446
Smjörvi.............. 90.036
Undanrennuduft... 128.373
Nýmjólkurduft..... 87.125
Kálfafóður........... 95.761
Fullvirðisréttur héraðsins á
verðlagsárinu 1991-1992 var
3.961.153 lítrar. Ekkert verð
fékkst fyrir 5.897 lítra af um-
frammjólk á svæðinu. Framleið-
endur seldu 241.063 lítra
óframleidda á verðlagsárinu.
Breytingar á starfsemi.
Samstarf hófst við Mjólkur-
samlag Kaupfélags Skagfirðinga
á árinu. Lögð var niður súr-
mjólkurgerð og hún flutt til
Mjólkursamlags IvS, en skyrgerð
lögð niður hjá því og flutt til
Mjólkursamlags SAH.
Framtfbarhorfur.
Mikil óvissa ríkir í stöðu
mjólkuriðnaðarins og mjólkur-
framleiðenda. Þeir sem standa
að mjólkurframleiðslu og
mjólkurvinnslu í héraðinu
jturfa að halda vöku sinni.
Framkvœmdir.
Mjólkursamlagið var klætt
utan og gólf í smjörgerðar- og
mjólkurpökkunarsal voru end-
urbætt. Þá voru gerðar lagfær-
ingar á brunavörnum.
Urvalsmjólk.
Viðurkenningu fyrir úrvals-
mjólk árið 1992 fengu:
Björn Sigurbjörnsson, Hlíð,
Brynjólfur Friðriksson, Austur-
hlíð, Gunnar Ástt'aldsson,
Hvammi, Vatnsdal, Jóhann
Bjarnason, Auðólfsstöðum,
Jónas B. Bjarnason, Blöndudals-
hólum, Reynir Davíðsson,
Neðri-Harrastöðum og Sigur-
jón B. Stefánsson, Steiná III.
Eftirtaldir 10 bændur lögðu
inn flesta lítra af mjólk á árinu: