Húnavaka - 01.05.1993, Page 225
HÚNAVAKA
223
sjötíu ára á árinu og var haldið
upp á afmælið með hátíðardag-
skrá þann 4. október. Formaður
félagsins, sr. Arni Sigurðsson,
sótti hátíðina og formannafund
Norræna félagsins sem haldinn
var daginn áður.
Rétt er að rifja upp fyrir les-
endur Húnavöku hverjir eru
vinabæir Blönduóss á Norður-
löndum. En það eru Moss í
Noregi, Karlstad í Svíþjóð,
Nokia í Finnlandi og Horsens í
Danmörku. Nokkur samskipti
voru milli vinabæjanna á sl. ári
eins og áður.
Unglingar frá vinabæjunum
heimsóttu okkur sl. sumar.
Lúðrasveit frá Tónlistarskólan-
um á Blönduósi heimsótti Karl-
stad í júní. Og fleira mætti ef-
laust telja.
Aðalfundur Norræna félags-
ins á Blönduósi var haldinn
þann 14. nóvember. Gestur
fundarins var Stefán Olafsson
frá Mosfellsbæ, sem jafnframt
situr í sambandsstjórn Norræna
félagsins á Islandi. Hann sagði
frá starfsemi deildarinnar í
Mosfellsbæ og starfi sambands-
stjórnar.
Sr. Arni Sigurðsson, sem hef-
ur verið formaður deildar Nor-
ræna félagsins á Blönduósi frá
upphafi eða sl. átján ár, gaf ekki
kost á sér til áframhaldandi for-
mannsstarfa. I stað hans var
kjörinn Böðvar Örn Sigurjóns-
son. Sr. Arna var þakkað gott og
fórnfúst starf fyrir Norræna fé-
lagið.
Sþórn félagsins skipa nú:
Böðvar Örn Sigurjónsson, for-
maður, Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
gjaldkeri, Kolbrún Zophonías-
dóttir, ritari og meðstjórnendur
Þorgrímur Pálmason, og Helga
Alfreðsdóttir.
Jólatré kom frá vinabænum
Moss en þetta er í fjórtánda
skiptið sem Norðmennirnir
senda Blönduósingum og öðr-
um Húnvetningum vinarkveðju
í formi jólatrés. Sú hefð hefur
skapast að formaður Norræna
félagsins á Blönduósi afhendi
bæjarstjóra tréð við athöfn. Jóla-
ljósin voru tendruð og jóla-
sveinar komu í heimsókn og
glöddu smáfólkið með sælgæti
og söng.
Bobvar Orn Siguijónsson.
SKOTFÉLAGIÐ MARKVISS.
Arið 1992 var merkisár fyrir
Skotfélagið Markviss á Blöndu-
ósi. I maí var tekinn í notkun, í
Vesturhólfi austan flugbrautar,
langþráður völlur. Við opnun-
ina voru mættir Þorsteinn As-
geirsson formaður Skotsam-
bands Islands, félagar úr Skotfé-
lagi Akureyrar auk blaðamanna