Húnavaka - 01.05.1993, Page 228
226
HÚNAVAKA
I*
Húnvetnskur gœbingur. Glébi frá
Höllustöðum, knapi er Páll Pétursson.
Ljósm.: Sigurjón Valdimarsson.
félagasamtök eru borin uppi af
áhugamönnum sem vinna sam-
an undir merki félaga sinna að
framgangi ntála. Rísa þar hæst
annars vegar héraðssýningar
kynbótahrossa og hins vegar
fræðslustarfsemi, reiðkennsla
og hestamannamót sem byggj-
ast upp á íþrótta- og góðhesta-
sýningum ásamt kappreiðum.
Stjórnarformenn ofanritaðra
félaga eru: Hrossaræktarsam-
bandsins, Ægir Sigurgeirsson
Stekkjardal, Hestamannafélags-
ins Neista, Kjartan Olafsson
Blönduósi, Hestamannafélags-
ins Oðins, Guðmundur Valtýs-
son Eiríksstöðum, Hestmanna-
félagsins Snarfara, Olafur As-
geirsson Skagaströnd, Hesta-
íþróttadeildar A-Hún., Hörður
Ríkharðsson Blönduósi. Ráðu-
nautur hrossaræktarsambands-
ins í hlutastarfi er Víkingur
Gunnarsson.
Fámenn deild Félags hrossa-
bænda í Austur-Húnavatnssýslu
vinnur svo, innan heildarsam-
taka þess félagsskapar, að vel-
ferðarmálum hrossabænda í
landinu. Einkum þó að því að
auka verðmæti hrossanna í
hvers konar formi, bæði innan-
lands og utan. Formaður hún-
vetnsku deildarinnar er
Hreinn Magnússon á Leys-
ingjastöðum.
Grírnur Gíslason.
FRÁ HÚNAVALLASKÓLA.
Starfsemi skólans hófst á nýju
ári með foreldradegi 6. janúar
og almenn kennsla miðvikudag-
inn 8. janúar.
Farið var í leikhúsferð til Ak-
ureyrar 2F janúar og horft á
leikritið íslandsklukkuna eftir
Halldór Laxness. Skólamót
USAH fór fram í skólanum 4.
febrúar með hefðbundnum
hætti.
Skólastjórinn, Ainar Einars-
son, fór í veikindaleyfí 24.
febrúar og kom aftur til starfa
20. mars.