Húnavaka - 01.05.1993, Page 235
HUNAVAKA
233
Afkoma Búnaðarsambands A-
Hún. og deilda þess var góð og
tókst að hagræða töluvert í
rekstri nautgripasæðinganna.
Jóhann E. Jónsson, sem hefur
starfað hjá Búnaðarsamband-
inu á þriðja tug ára, lét af störf-
um í árslok 1991 vegna aldurs.
Núna starfar einungis einn fast-
ráðinn frjótæknir, Njáll Þórðar-
son, en ráðnir voru tveir afleys-
ingamenn úr Vestur-Húnavatns-
sýslu. Þeir eru Olafur Bene-
diktsson og Guðmundur Jó-
hannesson.
Níu bæir tóku sauðfé að nýju
eftir riðuniðurskurð, tæplega
1.700 lömb. Þessi lömb voru
keypt úr Strandasýslu, Norður-
Þingeyjarsýslu og af Snæfells-
nesi. Alls er búið að kaupa um
5.000 lömb inn í héraðið á und-
anförnum árum og nemur það
um sjötta hluta af ásetningi.
Búnaðarsambandið aðstoðaði
bændur við fjárkaupin eins og
áður.
Niðurfærsla og sala á fram-
leiðslurétti í kindakjötsfram-
leiðslu síðustu tveggja verðlags-
ára var 32%. Hún var þess vald-
andi að framleiðslurétturinn
minnkaði úr 735 tonnum í
u.þ.b. 500 tonna greiðslumark.
Niðurfærsla á framleiðslurétti í
mjólk nam 4,4% síðastliðið
haust en það svarar til um það
bil 180 þúsund lítrum af mjólk.
Af þessu má sjá að bændur liafa
þurft að taka verulegri kjara-
skerðingu síðustu misserin.
Skýrsluhald í sauðfjárrækt
hefur aukist því að margir
bændur, sem hafa verið að taka
fé eftir riðuniðurskurð, hafa
komið inn í skýrsluhaldið. Guð-
rún Sigurjónsdóttir á Auðkúlu
II hefur mestar afurðir eftír ána
eða 29,6 kg af kjöti.
Jón Sigurósson.
HÉRAÐSSTJÓRN í HÚNAÞINGI.
Ai'ið 1986 voru samþykkt ný
sveitarstjórnarlög á Alþingi.
Meðal breytinga sem þá voru
gerðar á sviði sveitarstjórnar-
mála var sú, að sýslunefndir sem
starfað höfðu samfellt frá 1872
voru lagðar niður en í þeirra
stað kjörnar héraðsnefndir sem
starfa á nokkuð breyttum
grunni.
Þegar sýslunefndin lét af störf-
um átti sýslusjóður hlut í Tré-
smiðjunni Stíganda hf. á
Blönduósi. Nefndin ákvað þá að
selja hlut sinn þar og nota and-
virðið til að skrá sögu sýslu-
nefndarinnar.
I ritnefnd voru kjörnir: Jón Is-
berg, sýslumaður, Blönduósi,
Jón Tryggvason, Ai'túnum og
Stefán A. Jónsson, Kagaðarhóli.
Um mitt ár 1988 samdi rit-
nefndin við Braga Guðmunds-