Húnavaka - 01.05.1993, Page 238
236
HÚNAVAKA
fyrsta áfanga 105 milljónir
króna. Þessi fjárhagslega endur-
skipulagning hafói þó ekki telj-
andi áhrif á rekstur ársins, þar
sem hún kom öll til fram-
kvæmda á síðustu dögum þess.
A árinu var útibúi félagsins á
Hólanesi á Skagaströnd breytt í
sjálfstætt hlutafélag, Verslunina
Borg hf. Jafnframt voru veruleg-
ar skipulagsbreytingar gerðar á
rekstrinum. Þessar breydngar
liafa gefið góða raun og var
verslunin rekin með hagnaði.
Framkvæmdastj órar verslunar-
innar Borgar hf. eru hjónin
Gunnella Vigfúsdóttir og Andri
Þorsteinsson.
A aðalfundi félagsins urðu
þær breytingar á stjórn félagsins
að Lilja Arnadóttir gaf ekki kost
á sér og í hennar stað var kjör-
inn Hilmar Kristjánsson.
Ur Menningarsjóði KH var út-
hlutað 280.000 krónum. Stjórn
sjóðsins samþykkti að verja öllu
fénu til endurbyggingar á elsta
verslunarhúsi félagsins.
Litlar mannabreytingar urðu
hjá félaginu á árinu og voru
starfsmenn að meðaltali 48 og
námu launagreiðslur þeirra
54,4 milljónum króna.
Pétur Arnar Pétursson.
@SÖLUFÉLAG
AUSTUR-
HÚNVETNIN G A.
Haustið 1992 hófst sláturtíð
15. september og stóð hún í 27
daga. Alls var slátrað 31.808
kindum. Dilkar voru 28.883 og
fullorðið fé 2.925. Til sölu hjá
félaginu komu 418 tonn af
kindakjöd, þar af 400 tonn af
dilkakjöti og þarf áratugi aftur í
tímann til að fínna minna inn-
lagt magn kindakjöts. Meðal-
þungi dilka var 14,33 kg.
Flokkun innlagðra dilka skipt-
ist þannig:
DI úrval
DIA ...
DI B...
DI C ..
DII....
DIII ..
DIV ...
DX ....
DXX....
1,83%
82,18%
6,04%
0,60%
6,07%
1,22%
0,20%
1,81%
0,05%
Þyngsta dilkinn sem kom dl
sláturhússins á liðnu hausti átti
Sverrir Haraldsson, Æsustöðum
og vó hann 28,2 kg.
Slátrað var 1,014 nautgripum
á árinu. Þar af voru 485 gripir
UNI og var meðalþungi þeirra
181,4 kg. Til gamans má geta
þess að árið 1984 var meðal-
þungi UNI 148,36 kg og hefur