Húnavaka - 01.05.1993, Page 239
HUNAVAKA
237
því aukist um rúm 33 kg á þessu
tímabili.
Heildarslátrun hrossa var
1.022 stk. sem skiptist í 782
folöld og 240 trippi og fullorðin
hross. Meðalþyngd folalda var
80,66 kg sem er svipað og und-
anfarin ár. Þá var slátrað alls 190
súnum á árinu en það er nokk-
ur fækkun frá fyrra ári.
Um starfsemi kjötvinnslunnar
er það helst að segja að nokkur
samdráttur varð í framleiðsl-
unni sem rekja má til almenns
samdráttar á framleiðslu unn-
innar kjöt\'öru svo og samdrátt-
ar á neyslu í héraði m.a. vegna
loka á uppbyggingu Blöndu-
virkjunar. I lok desember störf-
uðu 19 manns í sláturhúsi og
við kjötíðnað SAH.
Stjórn SAH árið 1992 var
þannig skipuð: Formaður er
Magnús Olafsson, Sveinsstöð-
um, varaformaður er Asgerður
Pálsdóttir, Geitaskarði, ritari
Sigurjón Lárusson, Tindum,
meðstjórnendur Jóhanna
Magnúsdóttir, Artúnum og
Rafn Sigurbjörnsson, Orlygs-
stöðum.
Ragnar Ingi Tómasson.
FRÉTTIR
FRÁ
SKAGASTRÖND.
Sjósókn.
A vetrarvertíð voru fímm bát-
ar á rækjuveiðum frá Skaga-
strönd, Hafrún, Helga Björg,
Ólafur Magnússon, Auðbjörg
og Dagrún. Rækjuveiðarnar
gengu vel en rækjan var fremur
smá. Mokafli var þegar veiðun-
um lauk en töluvert var af smá-
þorski í aflanum. Snemma í
mars fóru Hafrún og Ólafur
Magnússon á vertíð suður fyrir
land. Gekk þeim vel að veiða
upp í aflaheimildir. Grásleppu-
veiðar hófust í apríl, Dagrún,
Helga Björg, Lára og nokkrir
smærri bátar stunduðu veiðarn-
ar sem gengu sæmilega. Verð á
hrognum var viðunandi.
Hafrún stundaði kolaveiðar
með dragnót framan af sumri.
Ólafur Magnússon hóf úthafs-
rækjuveiðar í júnímánuði og
Hafrún síðar um sumarið. Veið-
ar gengu illa og virtist rækjan
ekki vera á hinum hefðbundnu
slóðum.
A haustdögum var gerð hin
árlega rannsókn á rækjugengd í
Flóanum. Niðurstöður urðu
þær að heimilaðar voru veiðar á
1500 tonnum sem var verulega
minna en sjómenn áttu von á