Húnavaka - 01.05.1993, Page 251
HÚNAVAKA
249
mennafélagsins Fram. Alls fóru
19 keppendur frá Fram á Ung-
lingalandsmótið á Dalvík,
kepptu þar í sundi, frjálsum og
borðtennis og stóðu sig með
prýði. Tvö leikjanámskeið voru
haldin sl. sumar og voru þau vel
sótt. Þá eru íþróttaæfmgar yfír
veturinn í Fellsborg.
Nýtt, glæsilegt Islandsmet
var sett í kúluvarpi kvenna og
var þar að verki Skagstrend-
ingurinn Guðbjörg Gylfadótt-
ir sem kastaði 16,33 m. Fram
stóð að vanda fyrir blysför,
brennu og flugeldasýningu
um áramót.
Störf að félags- og líknarmál-
um eru aðalviðfangsefni Ein-
ingarkvenna. Kvenfélagskon-
urnar gáfu m.a. fimmtíu þús-
und krónur til þess að bæta
tækjakost sjúkrabílsins á staðn-
urn. Þá færa þær árlega eldri
borgurum bæjarins jólagjafir.
Segja má að skipst hafi á skin
og skúrir í bókstaflegri merk-
ingu á mótum Golfklúbbs
Skagastrandar. Þegar stærstu
mót sumarsins voru haldin var
afspyrnurok, úrhellisrigning og
kuldi en sól og blíða annars.
Töluvert var unnið í vallarfram-
kvæmdum, grjót fjarlægt, þökur
settar á um 800 m2 af brautum
og svæðið allt hreinsað. Þá voru
sett upp skilti með brautar-
merkingum \'ið hverja braut og
bekkjum komið fyrir. Golf-
kennsla var vikulega og sá Arni
Jónsson golfkennari um hana.
Stærsti viðburður sumarsins
var opna Húnaþingsmótið en
spilað var annan daginn á Háa-
gerðisvelli en hinn daginn á
Vatnahverfisvelli. Þrátt fyrir
slæmt veður voru um 50 kepp-
endur og fór mótið vel fram.
Guðmundur Kristinsson og
Fríða Hafsteinsdóttir urðu bæði
héraðs- og félagsmeistarar árs-
ins.
Leikklúbburinn stóð að venju
fyrir leiksýningu á vormánuð-
um. Að þessu sinni var ráðist í
að setja á fjalirnar hinn sívin-
sæla söngleik um SoffTu og ræn-
ingjana, Kardimommubæinn
eftir Thorbjörn Egner. Yfir 40
manns stóðu að sýningunni og
urðu Jesper, Kasper ogjónatan
eftirlæti yngri kynslóðarinnar.
Einnig standa Leikklúbburinn
og Kvenfélagið að hinu árlega
þorrablóti þar sem kvenfélags-
konur sjá um hið líkamlega
meðlæti en leiklúbbsfélagar um
andlega fóðrið.
Briddsspilarar létu að venju
ekki sitt eftir liggja. Spilað var
einu sinni í viku í Fellsborg og
Vormótið, þar sem 60 - 70 spilar-
ar af öllu Norðurlandi etja
kappi, var að venju haldið í byrj-
un maí. Þau Sólveig Róarsdóttir
og Gunnar Sveinsson náðu