Fréttablaðið - 27.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.04.2015, Blaðsíða 2
27. apríl 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR UMHVERFISMÁL Tekið er að bruma í Vaglaskógi og sætur birkisafinn er því farinn að fljóta. Starfsstöð Skógræktar ríkisins á Akureyri í sam- starfi við fyrirtækið Foss Distillery safnar nú birki- safa úr birkitrjám í Vaglaskógi til að nýta í ýmis þró- unarverkefni. Verkefnið hefur staðið yfir síðan í fyrravor en í Vaglaskógi hefur verið komið upp aftöppunarbúnaði á 41 tré. Birkisafann má nýta í ýmislegt, en Foss Distill- ery, nýtir hann til að blanda birkilíkjör. Þá er safinn, sem inniheldur 1 til 2 prósent sykur, tilvalinn í síróps- gerð, ísgerð og bakstur. Benjamín Örn Davíðsson, aðstoðarskógarvörður í Vaglaskógi, var við aftöppun á trjánum í fyrradag en þá söfnuðust um 30 lítrar. „Það er á þessum árstíma þegar trén eru að vakna úr dvala og draga í sig vatn úr jörðinni sem best er að safna birkisafanum,“ segir Benjamín. „Það er auðvitað algengt um heim allan að sækja vökva í hlyn og birki en þetta er alveg nýtt hér á Íslandi. Þetta opnar augu manns fyrir ýmsum mögu- leikum,“ segir Benjamín sem segir að safann mætti nýta vel ef fundinn er fyrir hann góður markaður. Jakob Bjarnason, framkvæmdastjóri Foss Distill- ery, hefur um nokkurt skeið unnið þróunarvinnu með birkisafa. „Búið er til síróp úr safanum sem við nýtum síðan í líkjöra sem við köllum Björk og Birki. Salan á þeim gengur afar vel og ferðamenn hafa mikinn áhuga á þessu. það er líka mikil nýlunda að nota þetta í kokteilagerð,“ segir Jakob. Benjamín segir að hver sem er geti í raun safnað birkisafa en vanda þarf til verka við að safna honum. Tréð sem safnað er úr þarf að vera stórt og hraustlegt með góða krónu. Þá þarf að bora litla holu og koma fyrir slöngu til að safna safanum. Þegar vatnsupptaka á sér stað í trénu ætti vökvinn að seytla inn í slönguna. Passa verður að nota ekki sama tré mörg sumur í röð. „Ég var sjálfur að prófa að sjóða síróp,“ segir Benja- mín, en hægt er að sjóða safann í um þrjá tíma til að úr verði ljúffengt síróp. Vonast er til að safamagnið aukist til muna þegar trén taka að springa út. Þá er engin reynsla komin á hvenær skal hefja safatöku og hvaða tré skuli velja en ekki virðist vera hægt að áætla hvaða þættir hafi áhrif á safamagnið sem hvert tré framleiðir daglega. stefanrafn@frettabladid.is Prófa fyrir sér með vinnslu á birkisafa Skógrækt ríkisins og Foss Distillery vinna saman að því að safna birkisafa til þró- unarverkefna. Birkisafa má nýta í sírópsgerð, bakstur, ís, líkjöragerð auk þess sem hann er að verða vinsælt hráefni í kokteila. Söfnunin er best á þessum árstíma. SAFANUM SAFNAÐ Benjamín hefur komið fyrir áaftöppun- arbúnaði á 41 tré í Vaglaskógi. MYND/PÉTUR HALLDÓRSSON ➜ Birkisafinn er talinn mjög hollur. Hann má drekka beint eða kældan úr ísskáp. Sumir nota birkisafa við ísgerð, ölgerð eða ýmsa matargerð og brauð sem birkisafi er notaður í eru sögð lyfta sér sérlega vel. STJÓRNMÁL Fimm þingmenn Samfylkingarinnar, með Helga Hjörvar í fararbroddi, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlög- um sem veita mun dómurum heimild til að dæma unga afbrotamenn til samfélagsþjónustu. Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15-21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma. Þingmönnunum finnst vanta úrræði sem er nokk- urs konar millistig á milli skilorðsbundinna dóma í upphafi brotaferils og óskilorðsbundinnar fangelsis- refsingar á síðari stigum. Samfélagsþjónusta felur í sér ólaunað starf í þágu samfélagsins, svo sem líknar- eða félagsstarf ýmiss konar, sem er unnið utan vinnutíma. Þetta úrræði er afar sjaldan nýtt hér á landi þegar kemur að ungum brotamönnum. Það er vegna þess að samfélagsþjón- usta kemur einungis til skoðunar í tilviki óskilorð- sbundinna dóma. Þingmennirnir fimm telja úrræðið fela í sér veru- legt uppeldislegt gildi og það er von þeirra að það dragi úr líkum á því að umrædd ungmenni leiðist á braut frekari afbrota. - kbg Leggja fram frumvarp um samfélagsþjónustu ungra brotamanna: Uppeldislegt gildi í refsingum TÆKIFÆRI Helgi Hjörvar er einn þeirra þingmanna Sam- fylkingar sem leggja til breytingar á hegningarlögum í því skyni að gefa ungu fólki tækifæri til að rata rétta leið í líf- inu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SÍLE Gloría Villaroel, 42 ára, sést hér halda fyrir vit sín vegna ösku- falls í bænum La Ensanda í Síle. Tvær miklar sprengingar urðu í eld- fjallinu Calbuco, sú fyrri seinnipart miðvikudags en sú seinni snemma á fimmtudag. Michelle Bastellet, forseti Síle, lýsti yfir neyðarástandi og nú hafa meira en 6.500 manns þurft að yfirgefa heimili sín. Mikið öskufall hefur orðið í suðurhluta Síle. Alls eru 90 virk eldfjöll í Síle og eldgos nokkuð algeng. Síðast gaus í Calbuco árið 1972 en það var lítið gos. Stærra gos varð í því árið 1961, en alls hefur fjallið gosið tíu sinnum frá árinu 1837. - fbj Margir eiga erfitt vegna gríðarlegs öskufalls í Síle: Allt í ösku í Síle vegna Calbuco ALLT Í ÖSKU Meira en 6.500 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Síle vegna goss í eldfjallinu Calbuco. NORDICPHOTOS/AFP BÚRÚNDÍ Tveir létu lífið í átökum við lögreglu í mótmælum í Buj- umbura, höfuðborg Búrúndí, í gær. Þúsundir andstæðinga forseta landsins, Pierres Nkurunziza, héldu fjöldamótmæli í borg- inni þrátt fyrir bann við fjölda- samkomum. Lögregla skaut á mótmælendur auk þess sem hún beitti táragasi og sprautaði vatni til að dreifa mótmælendum. Nkurunziza hefur verið forseti í tvö kjörtímabil nú þegar. - srs Óeirðir í höfuðborg Búrúndí: Lögregla skaut mótmælendur FJÁRMÁL Í síðasta vefriti FME kemur fram að stjórn eftirlitsins hefur metið störf 14 stjórnarmanna í stjórnum fyrirtækja ófullnægj- andi og vikið einum stjórnar- manni úr stjórn vegna vanhæfis. Á tímabilinu 2010 til 2014 hafa 194 stjórnarmenn farið í viðtal hjá ráð- gjafarnefndinni. Af þeim reyndist þekking 180 stjórnarmanna full- nægjandi og þekking 14 ófullnægj- andi. Reynist þekking ófullnægj- andi er algengast að viðkomandi segi sig úr stjórn eftirlitsskylds aðila að eigin frumkvæði. - kbg Fjórtán metnir vanhæfir: Einum vikið úr stjórn af FME KJARAMÁL „Það er algert neyð- arúrræði eins og ég horfi á hlut- ina,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um að setja lögbann á verkfallsaðgerðir sem í gangi eru. „Það hefur aldrei komið til tals í þessum viðræðum sem nú standa yfir,“ sagði Bjarni í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. Hann sagði að staðan væri mjög snúin þar sem miklar vænt- ingar væru á lofti. Bjarni sagði að finna yrði leiðir til að mæta kjaravæntingum fólks á sama tíma og halda yrði efnahagslíf- inu stöðugu. „Við erum með ramma utan um vinnumarkaðinn sem geng- ur ekki upp,“ sagði hann. „Þetta fyrirkomulag, að smáir hópar geti tekið litlar stofnanir í gísl- ingu til að knýja fram niðurstöðu í sínum kjaraviðræðum, getur sett vinnumarkaðinn í uppnám sem leiðir yfir þjóðfélagið síðan verðbólgu,“ sagði Bjarni sem vill breyta fyrirkomulagi kjaramála. Verkföll dýralækna h a f a h a f t nokkrar afleið- ingar í kjöt- vörufram- l e i ð s l u e n Charlotta Odds- dótt ir, ta ls - maður dýra- lækna, hafnar því að verkföll séu á kostnað dýravelferðar. „Það er eitthvað sem dýralækn- ar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýra- eigandi eða sá sem heldur dýr sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð,“ sagði Charlotta. - lb / srs Talsmaður dýralækna hafnar því að verkföll dýralækna bitni á dýravelferð enda sé hún á ábyrgð eigenda: Lög á verkfallsaðgerðir ekki til umræðu BJARNI BENEDIKTSSON VEÐUR Í dag er útlit fyrir svipað veður og undanfarið, hvassa norðanátt, jafnvel storm austan til á landinu. Þá er áfram útlit fyrir snjókomu og skafrenning norðan til. Sunnanlands verður bjartviðri, en stöku él á höfuðborgarsvæðinu. 3° -0° 10 7 7 12 18 SJÁ SÍÐU 14 -2° -0° 0° 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 B -7 8 B C 1 7 5 B -7 7 8 0 1 7 5 B -7 6 4 4 1 7 5 B -7 5 0 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.