Fréttablaðið - 27.04.2015, Qupperneq 4
27. apríl 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ef keypt eru 10 stk.
– annars 50 kr. stk.
40
Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði
Krónunnar og þú borgar...
FERILL MÁLSINS
DÝR „Dýraverndarlögin eru
í grunninn góð,“ segir Arn-
dís Björg Sigurgeirsdóttir, hjá
dýraverndunarfélaginu Villi-
köttum.
„Þar er margt vel unnið eins
og með hesta og önnur húsdýr
en þar er ekkert fjallað um villi-
ketti,“ segir Arndís sem bendir
á að velferð villikatta hafi ítrek-
að verið skilin út undan.
Fréttablaðið fjallaði á föstu-
dag um álit heilbrigðiseftirlits-
ins þess efnis að Hafnarfjarð-
arbæ væri ráðið frá því að gelda
villiketti í bænum.
Arndís undrast þessi vinnu-
brögð. „Mér þykir það mjög und-
arlegt að gefa út svona yfirlýs-
ingu án þess að ráðfæra sig við
stjórn okkar,“ segir hún. Hún
segir að í raun séu fáir kostir í
boði til að eiga við villiketti. Ef
ekki eigi að láta þá í friði eða
lóga þeim sé það langmannúð-
legasta aðferðin að gelda þá.
Dýraverndunarfélagið Villi-
kettir hefur lagt mikla vinnu í
að hafa uppi á köttum og koma
þeim í geldingu og koma mun-
aðarlausum kettlingum fyrir á
heimilum en í félaginu eru um
40 sjálfboðaliðar.
Hafnarfjarðarbær leitaði álits
vegna beiðni Villikatta um að
bærinn tæki upp stefnu félags-
ins. Í umsögn frá Kattavina-
félagi Íslands kemur meðal ann-
ars fram stuðningur við stefnu
Villikatta þar sem félagið stuðli
að velferð katta. - srs
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir hjá Villiköttum telur ketti út undan í dýraverndunarlögum:
Telur villikettina hlunnfarna í lögum
STUÐLA AÐ VELFERÐ Arndís segir
fáa kosti í boði þegar kemur að velferð
villikatta. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR ÓLASON
KJARADEILUR AFL Starfsgreinafélag
hefur frestað fyrirhuguðu verk-
falli, sem hefjast átti á morgun, um
þrettán daga þar sem markverður
árangur hefur náðst í framvindu
kjarasamningsviðræðna.
Starfsgreinafélagið, SA og Alcoa
Fjarðaál skrifuðu undir samkomu-
lag sem tryggir sambærileg laun
hjá undirverktökum í álverinu og
starfsmönnum Alcoa.
Markmið Starfsgreinafélags-
ins var meðal annars að ná fram
samræmi í launum starfsmanna á
álverssvæðinu. - sa
Verkfalli frestað aftur:
Aðilar nærri
samkomulagi
Bjarnlaug, hefur verið gest-
kvæmt hjá ykkur um helgina?
„Já, við Ingi Gests tökum alltaf á
móti gestum.“
Héraðsdómur Reykjavíkur komst á fimmtudag-
inn að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd
væri óheimilt að banna foreldrum að skíra
barnið sitt Gests að millinafni en foreldrar Inga
Gests Guðjónssonar sóttu um heimild til þess
að nota millinafnið en nefndin hafnaði beiðni
þeirra í ágúst 2013.
STJÓRNMÁL Illugi Gunnarsson,
menntamálaráðherra, leigir
íbúð sína við Ránargötu af Herði
Harðarsyni, stjórnarformanni
Orku Energy ehf. Þá seldi Illugi
fyrirtækinu OG Capital íbúð-
ina eftir að hafa tekið sæti sem
menntamálaráðherra.
Salan á íbúðinni fór fram eftir
að Illugi var viðstaddur undirrit-
un samnings milli Orku Energy
og sveitarstjórnar Xianyang-
héraðs á Hilton hotel í Reykja-
vík í desember 2013.
OG Capital var í eigu Illuga
árin 2011 og 2012 en er nú í eigu
Hauks Harðarsonar, stjórnarfor-
manns Orku Energy. Illugi vann
ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy
á meðan hann var í leyfi frá þing-
störfum en þeim störfum lauk
árið 2012. Hlutverk Illuga var að
koma fyrirtækinu í samband við
fjárfesta í Suðaustur-Asíu.
Samkvæmt fasteignaskrá rík-
isins var íbúð Illuga keypt 27.
júlí 2014 en afhendingardagsetn-
ing var nokkrum mánuðum áður,
þann 31. desember 2013.
Skömmu fyrir afhendingar-
daginn hafði Illugi verið við-
staddur undirritun samkomulags
á milli Orku Energy og Xianyi-
ang-héraðs á Íslandi.
Íbúðin, sem Illugi leigir núna
af Herði, er 137 fermetrar og
var keypt á 53,5 milljónir króna
samkvæmt ársreikningi OG Capi-
tal. Samkvæmt ársreikningnum
kemur einnig fram að félagið
hafi tekið yfir lán að verðmæti
34,5 milljónir króna og tekið nýtt
lán upp á 28 milljónir. Kaupin á
íbúð Illuga virðast hafa verið einu
umsvif fyrirtækisins á undan-
förnum árum.
Svandís Svavarsdóttir vakti
máls á þessu á Alþingi þann 13
apríl. Í fyrirspurn hennar til Ill-
uga spurði hún út í breytingar á
frétt á vefsíðu menntamálaráðu-
neytisins um ferðalag sendi-
nefndar ráðuneytisins til Kína
og hvers eðlis vinna Illuga fyrir
Orku Energy var.
Í svari Illuga kom fram að
breytingin væri gerð til að fyrir-
byggja þann misskilning að full-
trúar fyrirtækjanna tveggja Orku
Energy og Marel hefðu verið partur
af sendinefnd ráðuneytisins heldur
þegar stödd í Kína. Í svari sínu um
Orku Energy sagði Illugi að honum
bæri í raun ekki að tilkynna um
störf sín hjá fyrirtækinu en að hann
hafi starfað við að koma fyrirtæk-
inu í tengsl við fjárfesta í Singapúr.
Þá segir Illugi ekki óeðlilegt að fyr-
irtækin kæmu með á fundinn þar
sem burðarás samskipta Íslands og
Kína á sviðum orkuvísinda liggi í
gegnum þessi
fyrirtæki.
stefanrafn@
frettabladid.is
Sagði ekkert óeðlilegt við
samband sitt við Orku Energy
Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann
nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu.
2007 2009 2011 2013 2015
2007-2012
Illugi á félag
sem heitir
OG Capital.
2008 október
Illugi lendir í
fjárhagsvand-
ræðum.
2010-2012 Illugi er í
leyfi frá þingstörfum og
sinnir ráðgjafarstörfum
fyrir Orku Energy.
2014 júlí
Illugi gerir kaup-
samning við OG
Capital.
2013 maí
Alþingis-
kosn-
ingar
og Illugi
verður
ráð-
herra.
2013 des. Illugi
er viðstaddur
undirritun á
samningum OE
og yfirvalda í
Xianyang-héraði
í Reykjavík.
2013
Illugi
selur
Herði
OG
Capital.
2013 31. des.
Illugi selur
OG Capital
íbúð sína
og byrjar að
leigja hana.
2015 mars Illugi
fer í opinbera
ferð til Kína
þar sem hann
fundar meðal
annars með
Orku Energy.
LÖGREGLUMÁL Marco Evaristti,
listamaðurinn sem á föstudag hellti
rauðu litarefni út í hverinn Strokk
og var sektaður um 100 þúsund
krónur, er frjáls ferða sinna og
heimil brottför af landinu, hvort
sem hann greiðir sektina eður ei.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu
lögreglunnar á Suðurlandi.
Evaristti sagðist ekki ætla að
gangast við sektinni heldur fara
með málið fyrir dómstóla. Hann
tjáði lögreglu að um listgjörning
hefði verið að ræða. Þá sagðist hann
hafa gætt þess að ekki hlytist varan-
legt tjón af verknaðinum og bendir
skoðun lögreglu á vettvangi til þess
að þetta sé að minnsta kosti að ein-
hverju leyti rétt. Lítil sem engin
ummerki sjást á eða við hverinn. - skh
Gert að greiða 100 þúsund:
Listamaðurinn
frjáls ferða sinna
LIBERLAND Tékkneski stjórnmála-
maðurinn Vit Jedlicka hefur bæst
í hóp evrópskra þjóðarleiðtoga.
Þó er líklega ekki við hæfi að
kalla hann tékkneskan þar sem
hann hefur stofnað nýtt ríki á
landamærum Króatíu og Serbíu.
Ríkið, sem hann kallar Liber-
land, er á sjö ferkílómetra skika
sem er umdeilt landsvæði á milli
nágrannaríkjanna tveggja.
Markmið Jedlicka er að búa
til pólitískan tilraunavettvang
en hann vill að Liberland verði
fyrirmyndarríki frjálshyggju-
manna, þar verði greiðsla á skött-
um valfrjáls og bannað er að hafa
tekið þátt í hreyfingu nasista
eða kommúnista. Jedlicka segir
í samtali við The Guardian að
fyrirmyndarþegn Liberland yrði
eflaust Thomas Jefferson ef hann
væri á lífi í dag.
Þegar Jedlicka lýsti yfir stofn-
un ríkisins á mánudaginn voru
þegnarnir bara þrír en fólki er
frjálst að sækja um ríkisborgara-
rétt. Síðan þá hafa um 200 þús-
und einstaklingar sótt um ríkis-
borgararétt í ríkinu. Margir nýju
þegnanna eru tilbúnir að bjóða
fram aðstoð sína en að sögn Jed-
licka hafa þeir boðist til að knýja
ríkið með sólarorku, slá nýja
mynt, útbúa deiluskipulag fyrir
höfuðborgina og fleira. „Fólk er
tilbúið að fjárfesta í þessu verk-
efni, það lítur út eins og draumar
séu að rætast,“ sagði hann. - srs
Stofnaði nýtt ríki á sjö ferkílómetra landsvæði á milli Króatíu og Serbíu:
Shangri-La frjálshyggjumanna
VIT JEDLICKA
Engir öfgamenn
fá ríkisborgara-
rétt.
MICHAL CIZEK / AFP
RÁNARGATA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að hann hafi staðið fyrir
þeim valkosti að missa húsið eða selja það. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
RAUÐUR HVER Listamaðurinn greiðir
ekki sektina. MYND/ MARCO EVARISTTI
ILLUGI
GUNNARSSON
SPURNING DAGSINS
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:3
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
C
-4
3
2
C
1
7
5
C
-4
1
F
0
1
7
5
C
-4
0
B
4
1
7
5
C
-3
F
7
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
4
_
2
0
1
5
C
M
Y
K