Fréttablaðið - 27.04.2015, Side 6

Fréttablaðið - 27.04.2015, Side 6
27. apríl 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að á árinu 2013 hafi 21,8 milljónir ung- barna verið án bólusetningar gegn lífshættulegum sjúkdómum, að því er fram kemur á vef landlæknis. Í gær hófst vika sem Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) til- einkar bólusetningum, líkt og tíðk- ast hefur síðustu ár. Átakinu lýkur á föstudag. „Með þessu framtaki vill WHO leggja áherslu á að lönd, svæði og þjóðir um allan heim leggi aukinn kraft í bólusetningar og að dreifing bóluefna verði réttlátari.“ Fram kemur að með bólusetn- ingum sé árlega komið í veg fyrir ótímabæran dauða tveggja til þriggja milljóna barna í heimin- um öllum. „Markmiðið með bólu- setningum er að hindra farsótt- ir, útrýma smitsjúkdómum og draga úr hættulegum afleiðingum þeirra.“ Hér á landi eru bólusetning- ar sagðar hafa komið í veg fyrir margar alvarlegar sýkingar. „Greinast hér vart lengur þeir sjúk- dómar sem bólusett er gegn.“ - óká Alþjóðavika WHO tileinkuð bólusetningum stendur frá 24. til 30. apríl: Áhersla á bólusetningu alls staðar BÓLUSETNING Með áherslu á bólusetn- ingar er ætlunin að fækka dauðsföllum um milljónir fyrir 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR Ekkert sam- komulag náðist á fundi strand- veiðiríkja í Clonakilty á Írlandi dagana 21. til 23. apríl. Markmið fundarins var að ákveða veiðar á kolmunna fyrir árið 2015 en fundurinn var fram- hald viðræðna sem hófust árið 2014. Það voru Færeyingar sem boðuðu til fundarins en þeir ásamt Evrópusambandinu lögðu fram sameiginlega samninga- kröfu um stóraukna hlutdeild í veiðunum á kostnað Íslendinga og Norðmanna. Þá var lagt til að hluti Rússlands sem úthafsveiði- þjóðar héldist óbreyttur. Færeyingar hyggja á að boða aftur til fundar innan tveggja mánaða en árið 2016 mun fundar- stjórnin færast í hendur Íslend- inga. - srs Fundur strandveiðiríkja: Ekkert samið um kolmunna SAMGÖNGUR Verði Sundabraut skoðuð sem framkvæmd í einum áfanga er mögulega hægt að fjár- magna verkefnið að fullu með veggjöldum. Starfshópur leggur til við ráðherra að útboðsrammi verði útbúinn og kannað hvaða aðilar séu hugsanlega reiðubúnir að koma að verkefninu í einhvers konar undirbúningsfélagi með rík- inu. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps um aðkomu einkaað- ila í umfangsmiklum samgöngu- verkefnum og fjármögnun þeirra. Skýrslan var afhent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra nýverið og mun ráðherra í framhaldinu meta hvernig farið verður með tillög- urnar sem þar er að finna. Hópnum var falið að setja fram lista yfir verkefni sem koma til álita en kannaði sérstaklega verk- efni sem Vegagerðin hefur talið koma til greina í einkaframkvæmd í samgöngum. Umfangsmesta verkefnið sem starfshópurinn kannaði var gerð Sundabrautar. Smíði Vest- mannaeyjaferju var líka skoðuð, nýr vegur um Kjöl, Axarvegur, Fjarðar heiðargöng, Súðavíkur- göng og Lónsheiðargöng. - shá Nefnd telur mögulega hægt að fjármagna Sundabraut með veggjöldum: Sundabraut verði skoðuð nánar EIN AF MÖRG- UM Hugmynd- ir um Sunda- braut hafa verið lengi til skoðunar. MYND/ONNO FERÐAÞJÓNUSTA Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að auglýsa breytingu á bæði deiliskipulagi og aðalskipulagi svo koma megi upp baðstað með ylströnd við Urriðavatn í Fella- bæ. „Baðstaðurinn mun gera afþreyingu á Héraði fjölbreytt- ari þar sem engin sambærileg aðstaða er nú þegar í boði,“ segir í greinargerð Fljótsdalshéraðs. Nýta á heitt vatn úr borholum Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Urriðavatn og leiða það 700 metra í pípu að baðstaðnum sem á að vera milli Hróarstunguveg- ar og vatnsbakkans þar sem veg- urinn sveigir að vatninu á landi í einkaeigu. Þaðan eru rúmir fimm kílómetrar til Egilsstaða. „Á baðstaðnum er áformað að hafa ylströnd og heita potta við vatnsbakkann, ásamt þjónustu- húsi og hugsanlega byggingar- reit fyrir gistihús. Vatn mun renna úr pottunum út í ylströnd- ina,“ segir í greinargerðinni. Magnið verði um 1 til 4 lítrar á sekúndu af 40°C heitu vatni sem sé svipað og tólf- til fimmtugfalt rennsli úr handlaug. Þá segir að Veiðimálastofnun telji að við þetta muni hitakær- um tegundum í vatninu fjölga en kulsæknum fækka. Vatnabobba fjölgi á grýttum botni en vorflug- um og mýi fækki. Tryggja þurfi að klór berist ekki út í vatnið. „Til mótvægis við ofangreind áhrif eru settir skilmálar um að ylströndin sé að mestu aflokuð frá vatnshloti Urriðavatns með görðum,“ segir í greinargerð- inni. Ekki verði losað meira en 4 lítrar á sekúndu og vatnið verði ekki heitara en 40°C. Ekki megi nota klór. Vitnað er til Náttúrumæra- skrár Helga Hallgrímssonar. Þar kemur fram að Urriðavatn er um 2,5 sinnum hálfur kílómetri, mjög lífríkt og eitt besta veiði- vatn héraðsins. Vakir hafi jafnan verið á miðju vatnsins þegar það var ísi lagt. „Um 1960 kom í ljós að þarna var jarðhitasvæði á botni; eftir nokkrar boranir á tanga sem gerður var frá austurströnd vatnsins fékkst þar nægilegt magn af 80° heitu vatni í Hita- veitu Egilsstaða og Fella,“ er vitnað til Náttúrumæraskrár- innar sem jafnframt greinir frá dularfullri skepnu. „Í vatninu kvað vera furðu- dýr nokkurt sem Tuska kallast,“ segir í skrá Helga. „Hún sást síðast um 1900 og bera lýsingar hennar keim af otrum.“ Breytingin á skipulaginu fer nú í auglýsingu þar sem gefst kostur á að senda inn athuga- semdir. gar@frettabladid.is Breyta skipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn Nýr baðstaður nærri Fellabæ á að auka möguleika á afþreyingu á Héraði. Nýta á vatn frá borholum í Urriðavatni fyrir heita potta og ylströnd sem loka á af frá öðrum hluta vatnsins. Í því ku vera furðudýrið Tuska sem sást síðast um 1900. ➜ Baðstaðurinn mun gera afþreyingu á Héraði fjöl- breyttari þar sem engin sambærileg aðstaða er nú þegar í boði. Úr greinargerð Fljótsdalshéraðs. BAÐSTAÐURINN Áhrif á heilsu og öryggi eru talin talsvert jákvæð en talsvert neikvæð á strönd og bakka Urriðavatns á afmörk- uðu svæði, segir í skipulagstillögu um ylströndina. MYND/EFLA VERKFRÆÐISTOFA MENNTAMÁL Ákveðið hefur verið að sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í Reykjavík. Sam- einingin var tilkynnt opinberlega á fundi í Iðnskólanum á föstudag. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur mótmælt ákvörðun Illuga Gunnars- sonar menntmálaráðherra og segir mikilvægt að starfsemi Iðnskólans í Hafnarfirði verði áfram í bænum. Skólinn gegni mikilvægu hlutverki í bænum. Skólinn var stofnaður árið 1928 og þar stunda um 500 nemendur nám. - kbg Framhaldsskólar sameinast: Umdeild sameining LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum bílstjórum aðfara- nótt sunnudags vegna gruns um vímuefnaakstur. Þeirra á meðal var ökumaður sem var mældur á rúmlega 90 kílómetra hraða á Miklubraut en leyfður hraði þar er sextíu kílómetrar á klukku- stund. Þá gistu nokkrir fanga- geymslur vegna ofurölvunar. Á tólfta tímanum varð ung kona, sem var á göngu við Suður- götu, fyrir árás. Ungur maður sem kom á hlaupum sló hana í andlitið og flúði vettvang. Konan komst til síns heima og kallaði eftir aðstoð lögreglu. - khn Annríki hjá lögreglunni: Sló konu og flúði vettvang BANDARÍKIN Rússneskir tölvu- þrjótar sem brutu sér leið í gegn- um máttlausar tölvuvarnir Hvíta hússins í Washington komust yfir tölvupóst Baracks Obama Banda- ríkjaforseta. New York Times greinir frá þessu. Tölvuþrjótarnir gátu lesið þau tölvupóstsamskipti Bandaríkja- forseta sem ekki voru merkt sem trúnaðarmál. Engu að síður ligg- ur fyrir að rússnesku tölvuþrjót- arnir komust yfir viðkvæm gögn, þar á meðal ferðaáætlun forset- ans, samskipti hans við sendi- herra og diplómata og fleira. Í frétt New York Times segir að tölvuþrjótarnir séu taldir tengdir rússneskum stjórnvöld- um eða jafnvel í vinnu fyrir þau. - khn Rússneskir tölvuþrjótar: Komust í tölvu- póst Obama INNBROT Tölvuþrjótarnir gátu lesið þau tölvupóstsamskipti Bandaríkjaforseta sem ekki voru merkt sem trúnaðarmál. NORDICPHOTOS/AFP 1. Hvað eru margir legókubbar í líkani Brynjars Karls Brynjarssonar af Titanic? 2. Símtal frá hvaða tónlistarmanni er nánast orðrétt í nýjasta lagi Emmsjé Gauta og Friðriks Dórs, Í kvöld? 3. Hvað stefnir Julie Coadou á að opna á Íslandi? SVÖR: 1. 56 þúsund 2. Loga Pedro Stefánssyni 3. Franskt apótek VIÐSKIPTI Útibú Landsbankans og þau sem áður heyrðu undir Sparisjóð Vestmannaeyja á Höfn og Selfossi verða sameinuð frá og með morgundeginum, 27. apríl. Útibúin verða til að byrja með rekin í húsnæði Landsbankans á þessum stöðum, en að loknum lagfæringum á Höfn mun bank- inn flytja starfsemi sína í hús- næði sparisjóðsins. Við samein- ingu útibúa á Selfossi og Höfn hætta 6 starfsmenn. Ákveðið hefur verið að reka áfram afgreiðslur á Breiðdalsvík og á Djúpavogi. - jhh Sex starfsmenn hætta: Útibú verða sameinuð STEINÞÓR PÁLSSON Bankastjóri Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 D -1 7 7 C 1 7 5 D -1 6 4 0 1 7 5 D -1 5 0 4 1 7 5 D -1 3 C 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.