Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 13
HÚNAVAKA
11
Talsvert haföi verið búið undir hátíðina á samkomustaðnum er var
nyrst í Þingeyratúni, í nánd við kirkjuna. Toríveggur, er vissi í austur og
vestur, meira en mannhæðarhár, hafði verið hlaðinn úr grashnausum svo
að hvergi sást í mold. Var svo tjaldað
sunnan undir þessum vegg á þrjá vegu
og svo yfir. Varð hér hár og rúmgóður sal-
ur eða tjaldbúð, þar sem gólfíð var ný-
slegin túngrundin og norðurveggur allur
grasi gróinn. Borð og bekkir voru þvert
um búðina frá norðri til suðurs. Varð eigi
gengið milli norðurenda þeirra og torf-
veggjar en milli suðurenda þeirra og
tjaldsins, er var suðurhlið búðarinnar, var
góður gangvegur og svo milli borðanna.
Reisulegum ræðustól hafði verið komið
upp og stór danspallur gerður. Utan um
liann var rimlagirðing. Lítið bar á fánum
eða flöggum eins og þá var. Enginn var
þar sigurbogi og annað hvort lítið um
lyngfléttur eða þær voru engar.
I tjaldbúð þeirri stóru, sem lýst hefur
verið, gátu hátíðargestir fengið veitingar. Auk hennar voru á hátíðarsvæð-
inu nokkur tjöld einstakra manna. Tjald Jóhanns Möllers á Blönduósi
bar af þeim að stærð og búnaði. Dyr þess sneru í norður. Meðfram tún-
garði voru mörg smátjöld svo sem tíðkaðist að nota á grasafjöll.
Gísli Isleifsson sýslumaður setti hátíðina með því að halda í ræðustól
stutta tölu. Þá var sungið Minni Islands eftir Einar Benediktsson, kvæðið
„Vort land, það yngist upp hvert vor“, undir lagi „O fögur er vor fóstur-
jörð“. Kvæðið var ort til þess að vera fyrst sungið við þetta tækifæri. Söng-
mennirnir stóðu á suðvesturhorni danspallsins. Enginn var söngstjóri,
heldur sungu þeir ódlkvaddir, af sjálfsdáðum og komu sér sjálfír saman
um hvernig syngja skyldi. Þótti söngurinn sá ágætur enda voru þar úr-
valssöngmenn, svo sem Kornsárbræður.
Þá hélt séra Bjarni í Steinnesi ræðu. Hann byrjaði á því að minnast á
nöfn slíkra hátíðardaga sem þessa, væru þeir ýmist nefndir þjóðminn-
ingar- eða þjóðmenningardagar. Kvað hann bæði nöfnin rétt því að af
þjóðminningunni kemur þjóðmenningin. Þá er hann hafði lokið máli
sínu var sungið minni Húnavatnssýslu eftir Einar Hjörleifsson, „Vér syngj-
um um þá sveit, er mest vér unnum", undir laginu „Hvað er svo glatt“.
Hélt þá séra Hálfdán á Breiðabólstað ræðu.
Síðar um daginn fóru fram kappreiðar og drengjakapphlaup.
Þegar þessi hátíð var haldin á Þingeyrum, þá var Hermann Jónasson
Sr. Sigurður Norland.