Húnavaka - 01.05.1998, Blaðsíða 217
HUNAVAKA
215
í flokki fimm vetra stóðhesta var
einn hestur sýndur. Það var Kvist-
ur frá Höskuldsstöðum, eigandi
Kristján Sigurðsson. Efstur í flokki
fjögurra vetra stóðhesta stóð Safír
frá Höskuldsstöðum, eigandi
Hjörtur K. Einarsson. I flokki af
hryssum, sex vetra og eldri, stóð
efst Hera frá Hofi í Vatnsdal, eig-
andi Jón Gíslason. I flmm vetra
flokknum stóð efst Maístjarna frá
Sveinsstöðum, eigandi Björg Þor-
gilsdóttir. Maístjarnan var hæst
dæmda hrossið á sýningunni með
einkunnina 7,98. I fjögurra vetra
flokknum var Gyðja frá Hólabaki
efst með 7,82 í einkunn, eigandi
hennar Magnús Blöndal.
Þrír stóðhestar úr A-Hún., sem
komu til dóms utan héraðs, fengu
háa einkunn. Heljar frá Hofí í
Vatnsdal hlaut einkunnina 8,10,
Skorri frá Blönduósi einkunnina
8,14 og Glaður frá Hólabaki ein-
kunnina 8,41 og er það jafnframt
hæsta einkunn sem gefin var kyn-
bótahrossi árið 1997. Glaður var
sendur á heimsleikana í Noregi
þar sem hann keppti fyrir hönd Is-
lands í flokki sex vetra stóðhesta
og stóð efstur í sínum flokki.
Eftirtaldir stóðhestar voru not-
aðir á vegum samtakanna á liðnu
sumri. Stígandi frá Sauðárkróki,
Hervar frá Sauðárkróki, Roði frá
Múla, Víkingur frá Voðmúlastöð-
um, Þ)tí11 frá Aðalbóli og Númi frá
Þóroddsstöðum. Auk þess buðu
einstaklingar í héraðinu hátt
dæmda stóðhesta til notkunar.
A undanförnum árum hefur
framboð á hátt dæmdum stóðhest-
um aukist verulega. Það hefur skil-
að sér í auknum áhuga á ræktun-
arstarfí. Því er og ómótmælt að
miklar framfarir hafa átt sér stað í
ræktun íslenska hestsins.
Stóðhestaeign Samtaka hrossa-
bænda í A-Hún. er þessi: Elrir frá
Heiði, Geysir frá Gerðum, Oddur
frá Selfossi, Stígandi frá Sauðár-
króki, Víkingur frá Voðmúlastöð-
um og Þyrill frá Aðalbóli.
Framantaldir hestar eru allir í sam-
eign með öðrum samtökum
hrossaræktenda og einstaklinga.
Samtökin hafa staðið fyrir
fræðslufundum um markaðsmál
og kynbótastarf. Hulda G. Geirs-
dóttir, markaðsfulltrúi Félags
hrossabænda, mætti á fund á liðnu
vori og í vetur var haldinn fundur
með Jóni Vilmundarsyni hrossa-
ræktarráðunaut Búnaðarsambands
Suðurlands og Agústi Sigurðssyni
kynbótafræðingi frá Kirkjubæ.
Stjórn SHAH er þannig skipuð:
Björn Magnússon Hólabaki for-
maður, Hreinn Magnússon Leys-
ingjastöðum II varaformaður, Jón
Gíslaon Hofi gjaldkeri, Ægir Sigur-
geirsson Stekkjardal ritari og Ein-
ar Svavarsson Hjallalandi
meðstjórnandi.
fíjörn Magnússon.
L