Húnavaka - 01.05.1998, Page 65
HUNAVAKA
63
uppundir. Það var þiljað í hólf og gólf og notað sem geymsla. Gluggi var
á því og vissi fram á hlaðið. Kamesið var undir kattalofdnu og var það
notað sem svefnherbergi. Gluggi var á herberginu sem var fram á hlaðið.
Dyr voru af ganginum inn í kamesið og þaðan inn í suðurstofuna. Und-
ir syðsta risinu var kjallarinn. Hann var hlaðinn úr höggnu grjóti, svo vel
að varla var hægt að koma hendi milli steinanna þó veggirnir væru úr
eintómu grjóti. Kjallarinn var ekki grafinn fyrr en um aldamótin 1900.
Búrið var syðst og innst í syðsta risinu. Inn í það var gengið úr mask-
ínuhúsinu. Búrið var allt þiljað að innan og hillur og bretti voru á suður-
vegg. Sverir bitar lágu gegn um það þvert, sem hægt var að hengja á
ýmislegt matarkyns og áhöld. Gluggi var á mæni. Búrið var notað sem
borðstofa. Þar var geymt leirtau og annað sem þurfti til daglegra nota
við matseld og annað. Úr búrinu lágu dyr inn í litla eldhúsið, það var
framan við búrið. Litla eldhúsið var lengi notað þegar margbýlt var á
jörðinni. Úr því lá stigi upp á suðurloftið. Suðurloftið var þiljað innan,
heldur lægra en norðurloftið en þó vel manngengt í mæninum. Gluggi
var á því sem vissi fram á hlaðið. Suðurloftið var notað sem svefnherbergi
og síðar sem geymsla.
Suðurstofan var stærsta og veglegasta herbergið í bænum. Hún var
frernst undir suðurrrisinu. Hún var máluð innan með skærum litum, blá-
um og hvítum. Hurðir og innbyggður skápur með vönduðum spjöldum
í hurðum en handföng voru úr kopar eða látúni. Tveir gluggar voru á
stofunni sem gerðu hana bjarta og sólríka. Til að komast inn í stofuna
varð að fara í gegn um kamesið en einnig voru dyr á henni inn í litla eld-
húsið. Oll loft í stofunni voru tvöföld og úr nótuðum við. Stofan var því
vel einangruð frá öðrum hlutum hússins. Suðurstofan var notuð fyrir
gesti og einnig til funda- og samkomuhalda og gegndi hún því hlutverki
til hinstu stundar.
Veggurinn framan við baðstofuna var um þrjár álnir á þykkt og mjög
hár að framan. Næst framan við baðstofuna, að norðan við ganginn, var
hlóðaeldhúsið, það var undir sama risi og gangurinn en hann var þiljað-
ur úr því að sunnan, voru mjög sverar stoðir í grindinni. I eldhúsinu voru
tvennar hlóðir meðfram veggnum að austan en norður úr veggnum lá
trérenna út í hlandfor sem var norðanundir veggnum. Hlóðaeldhúsið
var klætt til hálfs í loftið, með bitum og þverslám til að hengja á. Þar var
reykt kjöt og geymdur margs konar búsmatur. Tveir stórir strompar voru
á mæni og tveir litlir gluggar á þakinu niður undir vegg að norðan. Svart
og sótugt var þar um að litast. Gólfið troðið moldargólf og hlóðirnar úr
stórum hellum.
Framan við hlóðaeldhúsið var upphaflega þykkur veggur en til þess
að auka pláss var hann rifínn og plássið, sem þá myndaðist, notað sem
geymsla, vanalega kölluð kompan. Inn í kompuna var gengið af gangin-