Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Síða 3
þriðjudagur 6. janúar 2009 3Fréttir Björgólfur lánaði Mogga 900 Milljónir vakurs. Gert var ráð fyr- ir að þeirri vinnu lyki næstu daga þar á eft- ir eða í byrjun desem- ber. Jafn- framt var upplýst að allt hluta- fé fyrri hluthafa í Árvakri hefði verið þurrkað út og þar með hefði vald fyrri eigenda yfir félaginu, þeirra á meðal Björgólfs Guðmundssonar, gufað upp. Svo illa var komið fyrir lausafjárstöðu Árvakurs að ekki tókst að greiða öll laun starfsmanna fyrr en um miðjan desember síðastliðinn þegar gerður hafði verið skammtímasamningur við Glitni um að halda rekstrinum á floti næstu vikurnar. Ætla má að Árvakur þurfi að minnsta kosti 150 milljónir króna í lausafé fyrir hver mánaðamót og meira þá mánuði sem fyrirtæki gera upp vörsluskatta. „Megin- markmið okk- ar er að tryggja hnökralausa útgáfu Morg- unblaðsins og mbl.is... Mikilvægi þessara miðla í samfélaginu hefur komið gleggst fram í því ástandi sem nú er í efnahagsmálum,“ sagði Þór Sigfússon, stjórnarformaður Árvakurs á þessum tíma. „Við munum leggja allt kapp á að ljúka þessu máli farsæl- lega,“ bætti hann við. Af hálfu Þórs, Einars Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Árvakurs, og Glitnis var lögð áhersla á það að end- urfjármögnun félagsins færi fram í opnu og gegnsæju ferli. 22. desember sendi DV fjórar spurningar til Glitnis um framvindu mála, við hverja væri rætt og í hverju end- urfjármögnunin væri fólgin. Svar barst viku síðar: „Fjármál Ár- vakurs og viðskipti félagsins við Nýja Glitni hafa einungis verið rædd við forsvarsmenn Árvakurs. Áhugasöm- um aðilum um kaup á nýju hlutafé í Árvakri hefur verið beint til forráða- manna félagsins. Nýi Glitnir hefur ekki átt viðræður við mögulega nýja rekstraraðila Árvakurs um fjármál félagsins eða fyrirgreiðslu og ekkert liggur fyrir um slík atriði.“ Vandinn enn óleystur? Ekkert hefur enn verið upplýst af hálfu Glitnis og Árvakurs um það við hverja hafi verið rætt um endurfjár- mögnun og sölu á einum milljarði króna af nýju hlutafé í Árvakri. Kvis- ast hefur að Árni G. Hauksson og fleiri fjárfestar fari fyrir einum hópi, starfsmenn Árvakurs fyrir öðrum og Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson fyrir þriðja hópn- um. Hann hefur lengi verið handgenginn Davíð Odds- syni og sat meðal annars árum saman í útvarpsráði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Birtingur, útgáfufélag DV, dv.is og fjölda tímarita, er eini að- ilinn sem sagt hefur til sín varðandi áhuga á endurfjármögnun Árvakurs og útskýrt rekstrarhugmyndir sínar opinberlega. Forsvarsmenn Árvakurs og Glitnis hafa nú tekið sér tíma fram eftir þessum mánuði til þess að end- urfjármagna Árvakur. Þannig virðist það ætla að dragast á langinn að safna einum milljarði króna í nýtt hlutafé til þess að tryggja áfram- haldandi útgáfu Morgunblaðsins. Á það er bent að í raun ráði Glitn- ir ferðinni og Þór Sigfússon og Ein- ar Sigurðsson séu umboðslausir þar sem búið sé að afskrifa allt hlutafé í Árvakri. Gangi hugmyndir þeirra ekki upp um dreifða eignaraðild nýrra hluthafa gæti lausnin legið í því að einn sterkur fjárfestir nái yf- irhendinni og taki öll völd í sínar hendur um leið og hann legði fram nýtt hlutafé. Hvað fæst fyrir 4,5 milljarða? skuldir Árvakurs nÁmu HÁlfum fimmta milljarði þegar skýrslan fyrir væntanlega kaupendur var tekin saman. skuldirnar eru nær allar við ríkis- bankana glitni og landsbanka. Viðsnúningur í rekstri Morgunblaðsins og mbl.is (Árvakurshluti rekstrar) • Um áramót 2005/2006 hafist handa við endurskipulagningu rekstrarins• Einskiptiskostnaður vegna flutninga í Hádegismóa og vegna uppsagna 2006• 2005 – 2007 batnaði EBITDA Árvakurshluta rekstrarins (Morgunblaðið og mbl.is) um 320 m.kr• 2007 keypti félagið að fullu rekstur Árs og dags (24 stundir)• Fjármagnað með skammtímalánum, og ekki tókst að nýta efnahagsreikning vegna markaðsaðstæðna til að ljúka fjármögnun • Jákvæð framlegð uppí heildareksturinn fram til seinni hluta árs 2008• 2008 hætt við fríblaðaútgáfu eftir markaðshrun – áhersla á samnýtingu með keppinautum• Einskiptikostnaður vegna starfsloka um 100 m.kr• 2009 Áætluð EBITDA 330 m.kr. af reglulegri starfsemi. Áætlun gerir ráð fyrir sameiginlegir prentun og dreifingu með Fréttablaðinu. Einskiptiskostnaður vegna starfsloka 60 m.kr. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 upph. áætlun 2008 spá áætl 2009 EBITDA regluleg starfsemi Árvakurshluti 145 233 -213 -117 -66 96 250 400 49 330Óreglulegar tekjur/gjöld 579 -190 -100 -60Hlutdeild í Ár og Degi -104 -225 -61 -519EBITDA nettó 145 233 -213 462 -66 -198 25 339 -570 270 Horfur 2008 – 2009 mikill viðsnúningur í rek stri • Í upphaflegri áætlun 2008 var gert ráð fyrir 340 m.kr. EBITDA • Flestar kostnaðarforsendur áætlunar stóðust • Mikil áföll í tekjumyndun • Samdráttur á augýsingamarkaði • Brotthvarf 24stunda • EBITDA 2008 verður um -570 m.kr. • Bar launakostnað 24stunda allt árið en tekjuflæði stöðvaðist í október • Auglýsingamarkaður hrundi eftir Áætluð velta Áætluð EBITDA 2008 3.465 -570 2009 4.300 270 Mism. 535 840 apríl. Aðgerðir til lækkunar kostnaðar komu inn í rekstrartölur síðar á árinu • EBITDA 2009 er áætluð um 330 m.kr. af reglulegri starfsemi en um 270 m.kr. eftir einsskiptiskostnað • Starfsemi 24 stunda að fullu komin út úr kostnaðargrunni • Aðgerðir til lækkunar kostnaðar komnar til framkvæmda • Samnýting Morgunblaðsins og Fréttablaðsins á prentsmiðju og dreifikerfi Framtíðarhorfur í rekstri Áætlun - drög 2009 - 2013 2008 2009 2010 2011 2012 2013 mkr. mkr. Mism. % mkr. mkr. mkr. mkr.Tekjur: Samtals 3.706 4.328 622 16,78% 4.506 4.631 4.756 4.931 Gjöld: Samtals 4.276 4.057 -219 -5,12% 4.050 4.043 4.075 4.118 EBITDA -570 271 841 456 588 681 813 Vaxandi EBITDA byggir á því: auglýsingamarkaður dagblaða nái sér smám saman aftur á strik og tekjur mbl.is haldi áfram að vaxa en þó hægar en undanfarin ár að markaðs- og sölukostnaður vaxi í hlutfalli við tekjur að stjórnunarkostnaður sem lækkar milli 2008 og 09 lækki enn frekar 2010 ekki er gert ráð fyrir að stórfelldar breytingar verði á starfseminni eftir 2009td með því að nýta ný tækifæri til tekjumyndunar á vefnum n reka má Háskóla Íslands í fimm mánuði. n reka má Menntaskólann í Reykjavík í níu ár. n Féð dugir fyrir rekstri Þjóðminjasafns í nær áratug. n reka má utanríkisþjónustu Íslands í eitt ár. n reka má Hafrannsókna- stofnun í þrjú ár. n reka má héraðsdóm- stóla landsins í fimm ár. n reka má Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri í eitt ár. glitnir HjÁlpar Árvakri n 150 milljónir á mánuði. n 2.000 krónur á hverja fjölskyldu. Árvakur í Hádegismóum Forsvars- menn félagsins reyna að selja nýja hluti í félaginu fyrir einn milljarð króna. Óvissa ríkir enn um eignarhaldið á félaginu þrátt fyrir nokkurra vikna þrotlaust starf við að finna nýja hluthafa. Einar Sigurðsson Ætlunin var að vinna að lausn málsins fyrir opnum tjöldum. Sú hefur ekki orðið reyndin. lÁnasamsetning Árvakurs Hf. Lánveitandi Fjárhæð Lán vegna prentsmiðju glitnir 2.760 millj. veðlán Önnur veðlán glitnir 444 millj. veðlán Fjárfestinga- og rekstrarlán glitnir 332 millj. óveðtryggt með ábyrgð eignarhaldsfélaga hluthafa Fjárfestinga- og rekstrarlán Landsbankinn 897 millj. óveðtryggt með ábyrgð eignarhaldsfélaga hluthafa samtals 4.433 millj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.