Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2009, Qupperneq 6
þriðjudagur 6. janúar 20096 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Sjö þúsund úr landi Vinnumálastofnun áætlar að um 16 þúsund útlendingar hafi verið á vinnumarkaði síðsumars 2008 eða rétt fyrir bankahrun- ið. Margir þeirra hafa brugðist við þróun efnahagsmála með því að hverfa til annarra landa. Stofnunin gerir ráð fyrir að um 10 þúsund útlendingar séu á vinnumarkaði nú. Vinnumála- stofnun spáir að enn frekari fækkun verði í þessum hópi og að um 9 þúsund erlendir rík- isborgarar verði á íslenskum vinnumarkaði um mitt ár. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það hlýtur að vera. Við munum allavega skoða það. Þetta er í það minnsta fólk sem hefur viljað axla meiri ábyrgð í samfélaginu,“ seg- ir Sigmundur Ernir Rúnarsson, for- stöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2, spurður hvort Stöð 2 muni leita réttar síns vegna þess eignatjóns sem varð á gamlársdag. Þá kom til mikilla ryskinga á milli mótmælenda, lögreglu og starfsfólks Stöðvar 2 og Hótel Borgar þar sem hinn árlegi áramótaþáttur Kryddsíld fór fram. Kaplar sem notaðir eru til beinnar útsendingar voru sprengdir og rifnir í sundur af mómælendum en áður hafði lögreglan beitt pipar- úða þannig að 10 til 15 manns þurftu aðhlynningu. Einn lögreglumaður kinnbeinsbrotnaði í átökunum. Þrenns konar tjón Sigmundur Ernir stýrði þættinum sem var endasleppur vegna mót- mælanna. Hann segir að tjónið sé klárlega þrenns konar. „Í fyrsta lagi varð tjón á hurðum og slíku hjá Hótel Borg. Við vorum með salinn á leigu og þurfum væntanlega að greiða fyrir skemmdir sem þar urðu vegna átakanna. Við þurfum að bæta Saga- film tjónið sem varð á þeim búnaði sem ýmist var rifinn eða sprengdur í sundur af mótmælendum. Loks varð eignatjón á þættinum,“ útskýrir Sig- mundur. Ein til tvær milljónir Kjartan Þór Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Sagafilm, telur að leigutaki sé ábyrgur fyrir þeim bún- aði sem hafi skemmst en Stöð 2 leigði af Sagafilm bíl, ásamt starfsfólki, sem búinn er til beinnar útsendingar. Hann segir þó að þetta sé mál sem tryggingafélög fyrirtækjanna þurfi að vinna úr. Hann telur að tjónið sé nokkuð: „Okkar megin er þetta ein til tvær milljónir. Þetta er mjög bagalegt en sem betur fer þarf ekki oft að nota svona langa kapla til beinnar útsend- ingar. Það getur tekið tíma að panta nýja að utan,“ segir Kjartan Þór. Hann segir að starfsfólki sínu sé brugðið vegna atburðanna. „Þegar mótmælendurnir voru að ryðjast inn lentu tæknimenn okkar, starfsfólk Stöðvar 2 og Hótel Borgar í rysking- um. Menn voru laskaðir eftir en fyrst og fremst í sjokki yfir þessu öllu sam- an. Það var skelfilegt að sjá þetta“ segir hann. Ekki búið að gera við Vefritið Nei segir frá því að ljósmynd- arinn Helgi J. Hauksson hafi feng- ið þau svör hjá Stöð 2 að búið væri að gera við snúrurnar þegar hann hugðist fá að mynda skemmdirn- ar. Þar segir einnig að: „Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður virð- ist að óathuguðu máli hafa kosið að skrökva til að hækka dramatíska veð- ið í frásögn af aburðum gamlársdags er hann hélt því fram í útsendingu á staðnum að þar hefði orðið milljóna- tjón á tækjabúnaði.“ Sigmundur segir í samtali við DV að enginn tækjabún- aður Stöðvar 2 hafi skemmst í átökunum, heldur hafi stöð- in leigt búnaðinn af Sagafilm. Hann telur ólíklegt að búið sé að gera við skemmdirnar. Hugsanlega hafi kaplarnir þegar verið styttir til að hægt sé að nota þá. Ljósleiðarinn dýrastur Sigmundur sagði í öðru samtali við DV fyrir helgi að eigna- tjónið væri á bil- inu tvær til þrjár milljónir króna. „Mesti skaðinn skilst mér að sé í ljós- leiðarakapli sem fór í sundur. Hann er dýrastur og svo kaplarnir sex sem lágu í hverja myndavél,“ segir hann en nákvæm upphæð tjónsins liggur ekki fyrir. Sigmundur segir að ekki verði gerð önnur tilraun með þann þátt sem fór forgörðum á gamlársdag. „Það hefur skapast hefð fyrir þess- um þætti á einum degi ársins. Það verð- ur gerð önnur tilraun en væntanlega ekki fyrr en við lok ársins,“ segir hann að lokum. „Við þurfum að bæta Sagafilm tjónið sem varð á þeim búnaði sem ýmist var rifinn eða sprengdur í sundur af mótmælendum.“ ÍHUGAR AÐ STEFNA MÓTMÆLENDUM Sigmundur Ernir Rúnarsson, forstöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2, segir að verið sé að skoða hvort mótmælendur verði sóttir til saka vegna tjóns sem varð á gamlársdag þegar til ryskinga kom við Hótel Borg. Áramótaþátturinn Kryddsíld var þá í beinni útsendingu en að sögn Sigmundar varð þrenns konar tjón vegna mótmælanna. Átök við Hótel Borg Lögreglan beitti piparúða þegar mótmælendur reyndu að trufla beina útsendingu Kryddsíldar. MyND RóBERt REyNiSSON Þrenns konar tjón Sigmundur Ernir rúnarsson, forstöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2, segir verið að skoða hvort mómælendur verði sóttir til saka. Dópaðir fylltu tvo bíla af kjöti Aðfaranótt laugardagsins 3. janúar var tilkynnt um manna- ferðir við Sláturhúsið á Hellu til lögreglunnar á Hvolsvelli. Stuttu síðar sáust tvær bifreið- ar aka vestur frá Hellu og þóttu helst til drekkhlaðnar af fólks- bifreiðum að vera. Lögreglan á Selfossi stöðvaði bifreiðarnar skömmu síðar og reyndust þær fullar af kjöti. Ökumenn beggja bifreiða mældust undir áhrifum fíkniefna. Telur lögreglan líklegt að sömu aðilar og stöðvaðir voru fyrir helgi eigi hlut að máli í þremur öðrum innbrotum á svæðinu frá því í ágúst. Gangandi varð fyrir sendibíl Karlmaður um fertugt beið bana í gærmorgun eftir að hafa orðið fyrir stórri sendibif- reið á þjóðveginum austan við Selfoss. Hann var fótgangandi. Kallað var eftir þyrlu Land- helgisgæslunnar en skömmu síðar var maðurinn úrskurð- aður látinn. Þjóðveginum var lokað í nærri þrjár klukku- stundir á meðan rannsókn- armenn voru á vettvangi. Til- drög slyssins liggja ekki fyrir. Fór með stórfé og játar mistök „Ég og aðrir þeir sem unnu að framgangi fjármálageirans hljót- um að viðurkenna mistök okkar, læra af þeim og nýta lærdóm- inn og byggja upp til framtíð- ar,“ skrifaði Bjarni Ármanns- son, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í grein í Fréttablaðinu í gær. Bjarni, sem flutti til Noregs með stórfé, segir að mistök hafi ver- ið gerð með því að byggja upp íslenska bankakerfið of hratt og of mikið, auk þess sem of mik- ið traust hafi verið lagt á lítinn gjaldmiðil og peningamála- stefnu sem gat ekki staðist til lengdar. Hann segir að stjórn- málamenn sem hunsuðu varnaðar- orð um efnahagslífið árið 2008 beri mikla ábyrgð. Bjarni tók ekki fram í greininni hvort hann hygðist snúa aftur með peningana sem hann aflaði sér hjá Glitni eða hvernig hann ætlaði að axla sína ábyrgð. Lúðvík Gizurarson, sem býður sig fram sem formaður Framsóknar- flokksins, ætlar að reyna að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum nái hann kjöri á landsþingi flokksins seinna í þessum mánuði. „Nýja ríkisstjórnin yrði kölluð bjart- sýnisstjórnin. Þessi stjórn myndi snúast um hinn venjulega mann. Núna dynja yfir uppsagnir, gjald- þrot og fall krónunnar. Svo vita menn ekkert hvað þeir ætla að gera við Evr- ópusambandið. Þá eru menn að tala um að fara í kosningar núna, en þá yrði landið stjórnlaust, svo það þarf breytingu,“ segir Lúðvík í samtali við DV. Lúðvík segir að jafnvel þó stjórnin hefði aðeins eins manns meirihluta, reikni hann með því að njóta stuðn- ings þingmanna Frjálslynda flokks- ins á Alþingi. „Ef þessi stjórn yrði mynduð vil ég fá fólk utan Alþingis. Ég myndi tildæmis vilja fá Björk sem viðskiptaráðherra. Hún hefur verið að stinga upp á alls konar sprotafyr- irtækjum, svo myndi það einnig létta lund fólks.“ Og Lúðvík hef- ur fleiri tillögur að ráðherrum í hinni nýju ríkis- stjórn: „Það þarf að fá fulltrúa frá Hjálp- arstofnun kirkj- unnar, sem myndi vinna að mál- um þeirra sem hafa komið illa út úr hruninu. Það mætti biðja biskup- inn að koma til bráðabirgða sem dóms- og kirkjumálaráðherra,“ segir hann. Lúðvík vill einnig fá Pál Skúla- son, fyrrverandi rektor Háskóla Ís- lands, sem menntamála- ráðherra, endi beri hann gott skynbragð á menntamál. Aðspurður hvort hann sé vongóð- ur um að þetta fólk myndi vilja taka sæti í ríkisstjórn, svar- ar Lúðvík: „Ég veit það ekki, en það má bjóða þeim það.“ valgeir@dv.is Lúðvík Gizurarson ætlar að mynda bjartsýnisstjórn með Sjálfstæðisflokknum: Vill Björk og biskupinn í ríkisstjórn Karl Sigurbjörns- son dóms- og kirkjumálaráðherra? Björk Viðskipta- ráðherra? Lúðvík Gizurarson Vill Björk og biskupinn í ríkisstjórn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.